Þriðjudagur, 11. ágúst 2020
Fréttamenn RÚV falla á blaðamennskuprófi
Engin frétt er betri en heimildin fyrir henni, er meginregla í blaðamennsku. Sá sem ekki kann þessa reglu er ónýtur blaðamaður. Vinir og félagar Helga Seljan í stjórn Félags fréttamann senda frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna þess að Helgi sagði frétt - um lögbrot Samherja - sem byggði á skáldskap en ekki heimild.
Helgi segist hafa heimild, skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, en sú skýrsla er einfaldlega ekki til. Það er skorað á Helga að birta skýrsluna en hann þegir þunnu hljóði.
Fréttastjóri RÚV, ásamt útvarpsstjóra, bera blak af Helga, auk stjórnar Félags fréttamanna. Allt Efstaleiti er þar með meðsekt Helga í að skálda upp lögbrot fyrirtækis út í bæ.
Rúsínan í pylsuendanum. Í aðalfréttatíma RÚV kl. 18 í kvöld var ekki ein einasta frétt um skálduðu heimildina og Helga. RÚV þegir um aðalfrétt dagsins, - en sagði okkur að laxveiði hafði verið nokkuð góð í Hofsá í sumar. Efstaleiti er orðið söguvettvangur Kafka.
Gagnrýna Samherja harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fréttastofa ruv hamast við að skrifa lokakafla ríkisrekinnar fréttastofu á Íslandi. Hvernig fréttastofan, undir handleiðslu fréttastjóra, tekur afstöðu í málinu, án þess að skoða hvort staðhæfingar Samherja byggi á einhverjum grunni, hlýtur að leiða til lokunnar hennar þegar sannleikurinn hefur verið opinberaður.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þessi fréttamaður hefur farið hamförum í þjóðfélaginu, ekki fyrsta sinn sem fólk hefur þurft um sárt að binda vegna framgöngu hans. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann ræðst með fölsunnum gegn fyrirtæki sem hefur þor og burði til að standa gegn ofurvaldi ríkisrekinnar fréttastofu. Þar skaut Helgi langt yfir markið.
Gunnar Heiðarsson, 11.8.2020 kl. 19:26
Ef það kemur á daginn að skýrslan sé til, þá er Helgi með pálmann í höndunum. Ef ekki, ja, þá er hann með eitthvað annað í höndunum.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2020 kl. 19:31
Þorsteinn. Það er komið á daginn að skýrslan er til.
Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan - Vísir
"Guðmundur [Ragnarsson], sem sat í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, segist geta staðfest að hann fékk umrædda skýrslu frá Verðlagsstofu. Hann hafi jafnframt skrifað grein í tímarit VM sem byggði á skýrslunni þar sem fjallað var um verðmun á sjávarafla milli Íslands og annarra landa."
Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2020 kl. 20:26
Oft hefur höfundur verið fyrirsjánlegur með á stundum góða pistla sína.
Núna var það séð langt fyrir hornið á hvaða vagn höfundur hoppaði á.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.8.2020 kl. 20:57
Sá vagn fór fljótt út í skurð.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2020 kl. 21:08
Þú átt kollgátuna í kvöld Guðmundur :)
Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.8.2020 kl. 21:34
Er þessi skýrsla einhverjir pappírar sem menn skiptast á í þröngum vinahópi. Var ekki hæstiréttur búinn að dæma í þessu.
Kristinn Bjarnason, 12.8.2020 kl. 06:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.