Miðvikudagur, 5. ágúst 2020
Veiruþreytan og unga fólkið
Unga fólkið smitast öðrum fremur í seinni bylgju veirunnar. Það er háttur ungmenna að kássast upp á hvert annað, hluti af líffræðinni.
Veiruþreyta er aftur farin að gera vart við sig. Beggja vegna Atlantsála eru mótmæli og hér heima er pirringur í loftinu.
Áhlaupið gegn veirunni, sem nú stendur yfir, verður líklega það síðasta. Ef ekki tekst að hemja farsóttina á næstu 3-5 vikum verður veiruþreytan varúðinni yfirsterkari.
Unga fólkið verður síður veikt en þeir sem eldri eru. Það er tvíbent að grípa til hræðsluáróðurs gagnvart ungmennum. Eðlilega hegðun ætti ekki að gera tortryggilega. Ungmenni á tíma samfélagsmiðla þurfa fremur meira en minna af félagslegu samneyti.
Varaáætlun, sem líklegt er að yfirvöld grípi til, bæði hér og erlendis, er að leyfa veirunni að geisa án stórtækra varúðarráðstafana en verja þá sem veikir eru fyrir og aldraða.
Dragist seinni bylgjan fram undir jól verður varaáætlun sett í framkvæmd, ef að líkum lætur.
Eitt atriði í viðbót. Vestur í Bandaríkjunum er pólitískur áhugi að viðhalda veiruótta fram yfir forsetakosningarnar í byrjun nóvember. Veirufréttir litast nokkuð af þeim áhuga.
Sama undirtegund náð að dreifa sér víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stærstu fréttastöðvar Republikana munu ekki líða neinar falsfréttir um veiruna alræmdu ætlaða að skelfa fólk,sem flest er hrætt um börn sin og aðra nánustu.
Menn hér heima munu segja eftir að vísindamenn hafa ráðið niðurlögum óværunnar,við vissum það! "glætan"? jæja, við eigum einn.
Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2020 kl. 06:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.