Öllu aflýst, nema ferðaþjónustu - gengur ekki

Meira og minna öllum hátíðum og viðburðum innanlands næstu vikur er aflýst vegna kórónuveirunnar. Áhöld eru um hvort skólar hefjist um miðjan mánuðinn.

Þegar veirusmit eru takmörkuð, eða upprætt, innanlands, kemur meira af þeim erlendis frá, með íslenskum ferðalöngum og erlendum.

Augljóst er að setja þarf takmarkanir á ferðalög til og frá landinu. Ein leið er að gera þau dýrari, með hækkun á smitgjaldi. Önnur að setja kvóta á lendingar flugvéla. Blanda af báðum aðferðum kemur til greina.

Í öllu falli verða stjórnvöld að sýna að þau taki málið  föstum tökum. Það gengur ekki að aflýsa öllu nema ferðaþjónustunni. Það er samhengi á milli þess hvenær höftum innanlands verður aflétt og umferðaþunga á Keflavíkurflugvelli.


mbl.is Engar vísbendingar enn um afbókanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

111 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan opnað var. Af þeim hafa 27 reynst með virk smit. Það eru 0.02%. Það er ekki tilefni til að loka landinu. Og jafnvel þótt það yrði gert liggur alveg fyrir að veiran er hér til staðar og getur alltaf blossað upp aftur. 

Þorsteinn Siglaugsson, 5.8.2020 kl. 14:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Bjánar vitna í að svo og svo mörg smit hafi greinst, og sú greining sé aðeins brot af því sem skimað var fyrir.

Við skulum krossa fingur og treysta á að þarna úti sé vit sem skilur orð þín;

"Í öllu falli verða stjórnvöld að sýna að þau taki málið  föstum tökum. Það gengur ekki að aflýsa öllu nema ferðaþjónustunni.".

Það liggur við að manni gruni að þú hafir fjárfest í bætiefnum á netinu Páll, hvað annað skýrir skynsamlega pistla þína síðustu daga.

Það er eins og byrði sé létt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.8.2020 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband