Þríeykið baðst lausnar - enginn hlustaði

Þórólfur sótti, fyrir hönd þríeykisins, baðst lausnar í morgun í spjallþætti á RÚV. Farsóttin er orðin langtímamál, með pólitísk og efnahagsleg álitamál, sagði Þórólfur, og taldi ekki forsendur fyrir neyðarstjórn þríeykisins.

Neyðarstjórnin er óformleg og því geta Þórólfur, Alma og Víðir ekki sagt formlega af sér sem þríeyki. Engu að síður: þríeykið telur eðlilega að til lengri tíma litið sé óæskilegt að embættismenn skeri úr um samfélagsleg álitamál. Það er hlutverk kjörinna yfirvalda.

Þannig vill til að við höfum nú þegar arftaka neyðarstjórnunar þríeykisins. Það vill svo til að hér er starfandi ríkisstjórn með meirihluta á alþingi. Hlutverk ríkisstjórna er að taka á efnahagslegum og pólitískum álitamálum.

Sumarfríið er búið, Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi.


mbl.is Of snemmt að fagna árangri aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar er bjartasta VONIN hér á landi?

=Hvað er æðst/næst "GUÐI?"

Fólk verður að muna etir lögmálinu um aðdráttarafl í bókinni Secret.

Ef að fólk er alltaf að hugsa um vírusa/krabbamein, glæpaþætti

og caos-fréttir í fjölmiðlum.

https://www.facebook.com/thealmightyjah/videos/547106685653876/

=Að þá er það allt sem að þið fáið.

---------------------------------------------------------------------------

En ef að þið mynduð beina öllum ykkar hug að því sem að á að vera æðst

=Ykkar himnaríki  =Að þá eru meiri líkur á HEILUN OG HEILBRIGÐI: 

https://www.youtube.com/watch?v=HwUGHKbk_gU&list=RDQpGydp1hEwE&index=4

Jón Þórhallsson, 4.8.2020 kl. 16:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt Páll, mikið rétt.

Þau eru samt betri en enginn.

Ekki alveg víst með þau hin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2020 kl. 16:47

3 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Sæll Páll

Ríkisstjórnin hefur verið að spila sig svolítið frítt í þessu máli, svo fóru þau í sumarfrí.

Nú er fríið búið og það verður áhugavert að sjá hvað þau gera í málinu til langframa, nú þegar þau eru að koma til baka.

Það er að myndast djúp lægð í efnahags-og atvinnumálum hér á landi sem og annarsstaðar í heiminum vegna þessarar veiru. Breytinga er þörf í ferða- og orkuiðnaði ef við eigum að hafa þetta af. Það er ekki nóg að hugsa bara nokkrar vikur fram í tímann.....

Þau voru kosin til að stjórna landinu ekki satt, eða er ég að misskilja eitthvað??

Kveðja Birna

Birna Kristjánsdóttir, 4.8.2020 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband