Trump gerir vinstrimenn herskáa kapítalista

Trump setur alþjóðlegum risafyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar. Ekki aðeins fyrirtækjum kínverskrar ættar heldur einnig bandarískum sem hyggjast flytja störf úr landi.

Frjálslyndir og vinstrimenn koma alþjóðlegu risunum til varnar. Sama er uppi á teningunum þegar Trump dregur úr hernaði í miðausturlöndum, kallar bandarískt herlið frá Evrópu. Vinstrimenn og frjálslyndir brjálast, vilja meiri hernað og vígtól.

Hér áður voru hægrimenn herskáir og bestu vinir stórfyrirtækja. Vinstrimenn voru vinir litla mannsins og kusu frið fremur en stríð. Nú eru endaskipti höfð á hlutunum. Morgunblaðið birtir leiðara sem gagnrýnir alþjóðleg stórfyrirtæki fyrir að sitja yfir hlut lítilmagnans. Alþjóðavæddir vinstrimenn telja aftur sáluhjálp að rafrænir risar stjórni heiminum.

Herskár kapítalismi vinstrimanna er til marks um umpólun stjórnmálanna. Hægrimenn verða þjóðlegir og íhaldssamir og meðvitaðir um samfélagsleg gildi. Vinstrimenn gerast talsmenn alþjóðakapítalisma sem breytir heiminum í stafrænt kínverskt Disneyland.

Það þurfti Trump til.


mbl.is Hvað fleira gæti Trump bannað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður sem oft áður Páll.

Svona er heimurinn absúrd í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2020 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband