Veirusamfélagið og túnið heima

Fjarvinna, fjarnám, fjarlægð milli manna, færri utanlandsferðir, fólksflótti frá þéttbýli í dreifbýli, háttvísi, hreinlæti og ríkari kröfur um mannasiði eru líkleg langtímaáhrif farsóttarinnar, sem ýmist er kenndi við Kína eða COVID-19, og ætlar að verða þrálát.

Pólitísk áhrif verða þau að frjálslyndi dvínar og íhaldssemi eykst. Menn halda sig innan um sína líka. Traust milli vina og kunningja eykst en minnkar til þeirra sem eru framandi.

Fyrirbæri eins og borgarlínan, sem gengur út á að hrúga sem flestum á sömu torfuna og flytja á milli staða í gripalestum, eru dauðadæmd. Krafan er aukin fjarlægð milli manna ekki múgmyndun.

Veröldin er á réttri leið. Öfgafrjálslyndi síðustu áratuga, frá hippamenningunni að telja, var gengin sér til húðar. Farsóttin hraðar breytingum sem þegar voru í kortunum.


mbl.is Óvíst með töfralausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt og ég er bænheyrð; en vegir guðs eru órannskanlegir!

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2020 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband