Evran veldur fátækt, ósjálfstæði

Ítalía er með minni landsframleiðslu í dag en fyrir sameiginlegan gjaldmiðil ESB-ríkja, segir í samantekt Die Welt. Ríki Suður-Evrópu, s.s. Spánn, Grikkland, Ítalía og Frakkland, búa við sviðna jörð sameiginlegs gjaldmiðils.

Kórónuveiran veldur Suður-Evrópuríkjum með einhæfri efnahagskerfi meiri búsifjum en þróuðum iðnríkjum í Norður-Evrópu.

Reglulega þurfa ríki með einhæft efnahagskerfi að fara með betlistaf í hendi til Þýskalands og biðja um ölmusu. Ástæðan er að þessi ríki búa ekki við fjárhagslegt sjálfstæði, eru fangar sameiginlegs gjaldmiðils.

Og svo eru þeir til á Íslandi, Viðreisn og Samfylking, sem óska sér evru. Það er fólk fátækt í hugsun og þýlynt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hugsa sér að Þorsteinn Pálsson og TalnaBensi skuli hræra þessa steypu dag eftir dag o Þorgerður Katrín kyrjar undir með Loga Má.Píratapakkið veit enginn hvað hugsar ef það þá hugsar.

Halldór Jónsson, 2.8.2020 kl. 11:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Margir virtir hagfræðingar og fólk sem talið er að hafi mikið vit á efnahagsmálum, VILJA MEINA AÐ EVRAN SÉ STÆRSTU OG VERSTU HAGFRÆÐIMISTÖK ALLRA TÍMA.  Það þarf nú ekki eira til en að skoða efnahagslega stöðu Evrópu í dag og sjá stöðu þeirra ríkja sem eru með evru og svo hinna sem eru svo heppin að búa ekki við hana......

Jóhann Elíasson, 2.8.2020 kl. 15:50

3 Smámynd: Magnús Rönning Magnússon

Hver bað þessi ríki að taka upp evru? Þessi ríki sjálf svindluðu sig inn í evruna. Hvernig hefur gengið, með t.d. Finnland. Hver hefur fjármagnað stærstu  vegi og samgönguvegi Portugala og Spánverja. ESB. Það sem getur bjargað þeim sem vilja lána peninga, er ESB. Ég bý í Svíaríki og borga 2% af mínu láni. Engin verðtryggin. Það  besta fyrir landann er að taka upp EVRU, eða eitthvað annað.

Magnús Rönning Magnússon, 2.8.2020 kl. 18:26

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að heyra Magnús Rönning að þú búir við slíkt öryggi og lága vexti með Sænsku krónuna. Spurning hvort þetta væri reyndin ef svíar væru með evru. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 2.8.2020 kl. 18:49

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sjaldan hefur athugasemd nokkur manns fallið jafn algerlega um sjálfa sig og hjá Magnúsi hér að ofan. Dásamar esb, hreykir sér af tvö prósent vöxtum, engin verðtrygging og allt borgað í sænskum krónum, ekki evrum! Lausnina telur hann samt aem áður þá að taka upp evru! Er hægt að fara þrjúhundruð og sextíu gráður í skemmra máli? Aumingjans maðurinn, ég segi nú ekki annað. Gáfnafar á milli hænu og hunds og lýsandi dæmi um heiladauða þeirra sem vilja taka upp evru og ganga í esb.

 Synd hve margir svona Magnúsar finnast enn á Íslandi. Best væri að þeir færu sem flestir í sæluna í Svíaríki. Þar er jú sælan mest og fjölmenningin best.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.8.2020 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband