Sunnudagur, 2. ágúst 2020
Evran veldur fátækt, ósjálfstæði
Ítalía er með minni landsframleiðslu í dag en fyrir sameiginlegan gjaldmiðil ESB-ríkja, segir í samantekt Die Welt. Ríki Suður-Evrópu, s.s. Spánn, Grikkland, Ítalía og Frakkland, búa við sviðna jörð sameiginlegs gjaldmiðils.
Kórónuveiran veldur Suður-Evrópuríkjum með einhæfri efnahagskerfi meiri búsifjum en þróuðum iðnríkjum í Norður-Evrópu.
Reglulega þurfa ríki með einhæft efnahagskerfi að fara með betlistaf í hendi til Þýskalands og biðja um ölmusu. Ástæðan er að þessi ríki búa ekki við fjárhagslegt sjálfstæði, eru fangar sameiginlegs gjaldmiðils.
Og svo eru þeir til á Íslandi, Viðreisn og Samfylking, sem óska sér evru. Það er fólk fátækt í hugsun og þýlynt.
Athugasemdir
Hugsa sér að Þorsteinn Pálsson og TalnaBensi skuli hræra þessa steypu dag eftir dag o Þorgerður Katrín kyrjar undir með Loga Má.Píratapakkið veit enginn hvað hugsar ef það þá hugsar.
Halldór Jónsson, 2.8.2020 kl. 11:52
Margir virtir hagfræðingar og fólk sem talið er að hafi mikið vit á efnahagsmálum, VILJA MEINA AÐ EVRAN SÉ STÆRSTU OG VERSTU HAGFRÆÐIMISTÖK ALLRA TÍMA. Það þarf nú ekki eira til en að skoða efnahagslega stöðu Evrópu í dag og sjá stöðu þeirra ríkja sem eru með evru og svo hinna sem eru svo heppin að búa ekki við hana......
Jóhann Elíasson, 2.8.2020 kl. 15:50
Hver bað þessi ríki að taka upp evru? Þessi ríki sjálf svindluðu sig inn í evruna. Hvernig hefur gengið, með t.d. Finnland. Hver hefur fjármagnað stærstu vegi og samgönguvegi Portugala og Spánverja. ESB. Það sem getur bjargað þeim sem vilja lána peninga, er ESB. Ég bý í Svíaríki og borga 2% af mínu láni. Engin verðtryggin. Það besta fyrir landann er að taka upp EVRU, eða eitthvað annað.
Magnús Rönning Magnússon, 2.8.2020 kl. 18:26
Gott að heyra Magnús Rönning að þú búir við slíkt öryggi og lága vexti með Sænsku krónuna. Spurning hvort þetta væri reyndin ef svíar væru með evru. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 2.8.2020 kl. 18:49
Sjaldan hefur athugasemd nokkur manns fallið jafn algerlega um sjálfa sig og hjá Magnúsi hér að ofan. Dásamar esb, hreykir sér af tvö prósent vöxtum, engin verðtrygging og allt borgað í sænskum krónum, ekki evrum! Lausnina telur hann samt aem áður þá að taka upp evru! Er hægt að fara þrjúhundruð og sextíu gráður í skemmra máli? Aumingjans maðurinn, ég segi nú ekki annað. Gáfnafar á milli hænu og hunds og lýsandi dæmi um heiladauða þeirra sem vilja taka upp evru og ganga í esb.
Synd hve margir svona Magnúsar finnast enn á Íslandi. Best væri að þeir færu sem flestir í sæluna í Svíaríki. Þar er jú sælan mest og fjölmenningin best.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 3.8.2020 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.