Mánudagur, 27. júlí 2020
Hikandi afdráttarleysi Ragnars Þórs
Formaður VR boðar afdráttarlaust svar við ósk um að hann biðjist afsökunar á því að saka tvo nafngreinda menn um umboðssvik. En hann þarf samt að hugsa málið. Hikandi afdráttarleysi er mótsögn. Eins og málflutningur Ragnars Þórs.
Í viðtalinu í meðfylgjandi frétt er Ragnar Þór á hröðum flótta. Hann segir: ,,Eins og ég hef margbent á er verið að benda á ákveðnar grunsemdir og óeðlileg tengsl." Já, Ragnar Þór, þú bendir á eigin ábendingar. Svona eins og þeir sem lifa í hugarheimi laustengdum veruleikanum.
Ragnar Þór vill kalla ,,eftirlitsaðila löggjafans" að málinu. Hvað umboðsmaður alþingis á að gera í málefnum lífeyrissjóða er á huldu.
Ragnar Þór er í grunninn pólitískur aðgerðasinni. Hann skilur ekki að formennska í stéttarfélagi er annað hlutverk en að gera hávaða.
Svarið verður mjög afdráttarlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svefn minn tók sér frí og mig rak hingað þar sem enginn hefur tjáð sig í ath.-Ragnar er kominn í atið sem véfengir getu fjöldahreyfingar peningasafnara (lifeyrissjóði)að finna leið til ágóða og mistekst eftir því sem hann sér það.
Hvað veit ég og aðrir sem lesa atburðarásina? Ekkert! Og andstyggilegt að trúa öllu illu á --nú var ég strand---andstæða flokkshesta,þeir eru ekki til held eg,aðeins Globalistar og Íslendingar sem eru að ná vopnum sínum og vinna ´landið okkar úr höndum esb.
Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2020 kl. 04:49
Ragnar stendur á öskrinu út af öllu, en hvað vill hann að lífeyrissjóðirnir geri við peningana? Geymi þá undir koddanum? Hann er furðut þøgull um það.
Ragnhildur Kolka, 28.7.2020 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.