Réttur verkó að knýja fyrirtæki í gjaldþrot

Vinstrimenn verja rétt verkalýðsfélaga að setja fyrirtæki í gjaldþrot. Kemur ekki á óvart.

Flugfreyjur með stuðningi ASÍ og vinstrimanna á alþingi eru einbeittar að semja ekki við Icelandair og heimta ríkisrekstur ef ekki vill betur.

En ríkisrekstur er ekki í boði. Opin spurning er aftur hvort verkalýðsfélög eigi heilagan rétt að knýja fyrirtæki í gjaldþrot og þar með hirða lífsviðurværið af starfsviljugum launþegum.


mbl.is „Alger lágkúra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er s.s verið að fara fram á að ríkið og lífeyrissjóðir haldi uppi taprekstri. Ef fólkið í landinu fengi að ráðstafa sínu sparifé sjálft þá værum við ekki í þessari klemmu núna. Ferðaiðnaðurinn hefði byggst upp á mun eðlilegri hraða. Það sem byggist upp mjög hratt hefur tilhneigingu til að fara mjög hratt niður. Lífeyrissjóðirnir virðast hafa leyfi til að valsa með sparifé landsmanna eins og spilafíklar alveg sama hvort fólki líkar betur eða verr. Almenningur vill ekki fjárfesta í Icelandair en eru samt neyddir til þess í gegnum lífeyrissjóði og ríkissjóð. Þetta er raunveruleg valdníðsla.

Risaskref fram á við er að leyfa fólki að nota sparifé sitt til íbúðarkaupa. Örugglega mesta kjarabót sem völ er á.

Kristinn Bjarnason, 18.7.2020 kl. 05:13

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef líf Icelandair stendur eða fellur á því hvort flugfreyjur fái einhverjum krónum meira eða minna, er ljóst að fyrirtækið er gjaldþrota. 

Forstjórinn heldir því fram að þessi aðgerð sé nauðsynleg til að geta fjármagnað fyrirtækið á íslenskum markaði. Einu aðilarnir hér á landi til þess eru lífeyrissjóðirnir, sem þegar eiga yfir helming þess.

Lífeyrissjóðirnir geyma lífeyri launafólks, líka lífeyri flugfreyja. Það væri því eins og að gefa andskotanum biblíu ef sjóðirnir fara að leggja aukið fé til þessa fyrirtækis, eftir atburði síðustu daga!

Gunnar Heiðarsson, 18.7.2020 kl. 07:55

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Öll störf eru jafn mikilvæg. Í upphafi voru sjómenn og verkafólk á sama báti. Þá var verkfallsvopnið álíka öflugt hjá öllum stéttum. 

Það er galið að hátekjufólk noti "verkafallsrétt" til að hækka hæstu laun í heimi, hvað þá að lama samfélagið vegna aðstöðumunar og gera einkafyrirtæki gjaldþrota ef ekki um semst en ef ekki um semst er það líka ávísun á gjaldþrot. Flugfélög eru í harðri samkeppni. Það er útilokað að flugfélög á Íslandi geta ekki greitt miklu hærri laun en gerist og gengur. Það gekk aðeins á meðan æ fleiri ferðamenn streymdu til landsins.

Þjónn á veitingahúsi vinnur sama mikilvæga starfið og þjónn í flugvél en er ekki í aðstöðu til að tortíma einu né neinu. 

En svo er annað að spila inn í.

Í Verkó völdust oftast vinstri sinnaðir "lagfærendur" en það er breytt. Nú eiga landið og miðinn kúlturmarxiskir "tortímendur" sem hafa yfirtekið flesta flokka - að erlendri fyrirmynd. 

Það er almenn samstaða um að fyrst þurfi að rífa niður það sem ónýtt er til að hægt sé að byggja upp. Svipað og þegar gamalt hús er tekið í gegn. En það er smátt og smátt að renna upp fyrir "lagfærendum" að niðurrif "tortímendanna" tekur aldrei enda.

Fyrst koma krafan um opið hús. Opið samfélag. En það er ekki nóg. Nú er þess krafist að suðurveggurinn, norðurveggurinn, vesturveggurinn og austveggurinn verði brotnir niður til opna húsið enn betur. 

Niðurrifið hefur staðið yfir í áratugi og ekkert bólar á uppbyggingu. Það er ekki hægt að semja við "tortímendur". Danskir jafnaðarmenn voru fyrstir að fatta það.

Benedikt Halldórsson, 18.7.2020 kl. 08:02

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einu "ekki" ofaukið. Meiningin - hvort sem um semst eða ekki, blasir gjaldþrot við. 

Benedikt Halldórsson, 18.7.2020 kl. 08:04

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Annað "ekki" sem ekki átti að vera en meiningin er.

"Það er útilokað að flugfélög á Íslandi geti greitt miklu hærri laun en gerist og gengur. Það gekk aðeins á meðan æ fleiri ferðamenn streymdu til landsins."

Benedikt Halldórsson, 18.7.2020 kl. 08:13

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er ekki bara verið að semja við flugfreyjur. Það þarf að semja við flugmenn, flugumferðarstjóra og fleiri. Það er ekki bara verið að semja við Icelandair heldur um framtíð flugrekstrar á Íslandi. Engin leggur sparifé sitt í flugfélag sem er tekið í gíslingu öðru hvoru. 

Benedikt Halldórsson, 18.7.2020 kl. 08:36

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hver veit nema að flugfreyjufélagið sé verkfæri eins og allt sem áður var óspillt og einlægt en er notað í grimmri pólitískri baráttu. Fólk lætur sem aðeins sé verið að semja um kaup og kjör. Það er hefð að standa með "verkafólki" gegn eigendum peningatrjáa. 

Svo byrjar hefðbundin fuglasöngur. Þegar ekki um semst er ábyrgðin alltaf atvinnurekanda sem hafa stundum eins og nú, um tvo vonda kosti að velja, fyrir hönd eigendanna sinna sem eru t.d. lífeyrissjóðir, að skjóta sig vinstri fótinn eða þann hægri. 

Aldrei áður hefur flugflotanaum verið lagt í  marga mánuði. En það breytir engu, snobbhænsnin til vinstri og hægri vilja ekki styggja neinn og fara með þulur sem eiga ekki við núna. 

Benedikt Halldórsson, 18.7.2020 kl. 14:43

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Væntanlega eru þessi orð "Flugfreyjur með stuðningi ASÍ og vinstrimanna á alþingi eru einbeittar að semja ekki við Icelandair"skoðun höfundar, enda engin rök sem liggja fyrir. 

Staðreyndin er sú, það eru flugliðar sem hafa vilja semja allan tíman. Flugfélagið sem hér á í hlut hefur hinssvegar ekki viljað semja um neitt nema launalækkanir, auka vinnu og minni hvíld síðan á haustdögum 2018.Þannig hafa flugliðar ekki fengið neina hækkun á sínum launum síðan á vordögum 2018. 

Líklega hefur höfundur e-ð hækkað sín laun frá hinu opinbera frá þeim tíma. 

Vonandi er höfundur ekki kominn á sama flugfélagsvagninn og margir aðrir miðlar sem eiga stórt og mikið undir flugfélaginu vegna auglýsingtekna og hafa því í deilum sínum nýtt sér þjónustu "almannatengla" til að dreifa einhliða fréttum til handa flugfélaginu.

Ekki nema höfundur sé hér einmitt í hlutverki "almannatengils". Hver veit.

Aftur þetta, sannleikurinn og staðreyndir eru ekki mikið að flækjast fyrir höfundi.

Staðhæfingar höfundar hér að ofan eru einfaldlega rangar.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2020 kl. 16:23

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrirtæki setja oft einstaklinga í gjaldrot eða verra.

Enginn fjölmiðill fjallar um það.

Þegar eitt fyrirtæki er í vandræðum fjalla allir um það.

Hvað er þetta annað en fasismi þ.e. samruni einkarekstrar við ríkið?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2020 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband