Fimmtudagur, 16. júlí 2020
Óvinaímyndir: Kína og Rússland
Stórveldi þurfa óvini, bæði til að réttlæta sig gagnvart bandamönnum og friðþægja lýðinn heima fyrir. Án óvina eykst lausung meðal bandamanna og lýðurinn verður hvikull. Allt frá dögum Rómarveldis styðjast heimsveldi við sömu herkænskuna.
Í Bandaríkjunum er boðið upp á tvær óvinaímyndir. Demókratar segja Rússland óvininn en Trump og félagar Kína. Demókrötum tókst næstum að gera Trump að strengjabrúðu Pútín og þar með væri pólitískur ferill sitjandi forseta á enda. En það mistókst, ímyndin þarf flugufót í veruleikanum.
Óvinaímyndin sem verður ofan á mun ráða nokkru um úrslit forsetakosninganna þar vestra í nóvember.
Sem stendur er Trump með pálmann í höndunum. COVID-19 kínversk, stafræna heimsveldið Huawei sömuleiðis; Kínverjar berja á mótmælendum í Hong Kong og minnihlutahópum á meginlandinu.
Íhuga ferðabann gegn Kommúnistaflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.