Lífsgæði en minni ferðalög

Laukrétt hjá Þórólfi sótt að hægt sé að lifa góðu eðlilegu lífi þrátt fyrir farsótt. Aftur liggur fyrir að farsóttin mun draga úr ferðalögum, bæði Íslendinga til útlanda og erlendra hingað.

Fremur óhugnanlegar fréttir berast frá Norður-Ítalíu um eftirköst COVID-19 sýkingar. Ef rétt reynist verður hert á sóttvarnarkröfum, ekki síst á landamærum, og það til frambúðar.

Við lifum áhugaverða tíma.

 


mbl.is „Get­um lifað fínu, eðli­legu lífi“ með veirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hlýtur líka að skipta máli að við lifum AF áhugaverðu tímana. Besta vörnin gegn þessum Covid er að forðast smit, því fréttir víðar að hafa verið að berast um alvarlegar afleiðingar smits, jafnvel þótt fólk hafi sloppið tiltölulega vel frá fyrstu sýkingu.

Kolbrún Hilmars, 15.7.2020 kl. 13:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Bíddu við Páll, ert þú ekki sá sem spurðir þegar ljóst var að sóttvarnir virkuðu og fyrsta bylgjan var að hjaðna; Hvar eru líkin??

Lýðskrum reyndar, en sérstaklega sett fram til að spila með heimska hægrið.

Svona til að afglaparnir kringum Trump virkuðu eitthvað betur, eða hvaða skýring önnur kemur til greina??

Þú lifir ekki eðlileg lífi með þessari veiru, þú lifir eðlilegu lífi án hennar.

Og fólk á ekki að þurfa að sýkjst til að fatta þessi einföldu sannindi.

Það ætti þú og Þórólfur að hafa bak við eyrað.

".. að í fyrstu hafi verið talið að COVID-19 væri slæm flensa með lungnabólgu. Svo hafi læknar komist að því að þetta sé í raun mjög hættulegur sjúkdómur sem hafi áhrif á allan líkamann. Núna verði læknar varir við nýrnabilanir, heilablóðföll og aðra mjög alvarlega sjúkdóma sem taldir eru eftirköst farsóttarinnar.".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.7.2020 kl. 17:14

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Í meðalári deyja um hálf milljón manna af völdum inflúensa. Hver er talan fyrir þetta ár? Covid vírusarnir eru 15 samtals..

Guðmundur Böðvarsson, 15.7.2020 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband