Föstudagur, 10. júlí 2020
Mannréttindi án málfrelsis er samfélag kúgunar
Ef mannréttindi eru að vernda fólk fyrir skoðunum, sem það er ósammála, þá verður málfrelsið að víkja. Án málfrelsis blasir við samfélag kúgunar þar sem sumar skoðanir eru bannaðar án umræðu. Kúgun og mannréttindi eru andstæður.
Málfrelsi er forsenda mannréttinda.Jafnvel einarðir andstæðingar Trump skilja þetta samhengi og biðja um að orðið sé frjálst.
Vinstrimenn og frjálslyndir vilja banna svokallaða hatursorðræðu. En hatur er tilfinning, líkt og ást. Það er ekki hægt að banna tilfinningar. Þær einfaldlega eru hluti mannlegrar tilveru.
Þeir sem vilja banna tilfinningar eru á móti mennskunni. Útkoman verður mannvonska í nafni mannúðar.
Ekki nóg gert til að vernda notendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við skorum áfrma á RÚV-netmiðil að vera með sitt EIGIÐ BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI
með sama hætti og mogginn er með.
Fleiri myndu stinga niður penna ef að svækðið væri algerlega HLUTLAUST.
Moggabloggið hefður átt það til að loka á bloggara
gangi þeir ekki í takt með stefnu blaðsins/flokksins
= "Eins dauði er annars brauð"
virðist vera mottoið hjá þeim.
Jón Þórhallsson, 10.7.2020 kl. 09:08
Ekki alveg svo einfalt. Engar skoðanir eru óumdeildar, þannig að til þess að vernda gegn "ósammála" skoðunum þyrfti að banna allar skoðanir.
Kolbrún Hilmars, 10.7.2020 kl. 11:02
Mannskepnan getur verið undarleg.
Þúsundir manna safnast saman á pestarsvæðum og leggja þar með heilsu eða líf sitt í hættu, til þess að mótmæla andlitsgrímum á almannafæri.
Tugir manna hafa látið lífið í umferðarslysum hér á landi, á undanförnum árum, af því að þeir sinntu ekki þeirri skyldu að nota bílbelti.
Til eru þeir sem fara í heilagt stríð gegn þeim sem vilja draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið með því að hætta að mestu notkun jarðefnaeldsneytis. Sjálfsagt mætti halda því fram að þeir séu með þessu að þjóna hagsmunum einhverra olíufursta, en ég hef enga trú á því. Kannski mætti frekar flokka þetta fólk með þeim sem kallaðir eru þverhausar.
Þverhausar eru þeir sem hafa sterka innri þörf fyrir að að vera á öndverðum meiði við umhverfi sitt, þörf fyrir að verja einstaklingseðli sitt. Þessi þörf getur verið svo sterk að menn eru jafnvel reiðubúnir til að láta lífið fyrir hana. Þetta er mannleg þörf sem auðvitað á rétt á sér.
Hörður Þormar, 10.7.2020 kl. 12:35
Sammála Kolbrúnu.--
Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2020 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.