Miðvikudagur, 8. júlí 2020
Nei, ríkið á ekki að bjarga Icelandair
Ef eigendur og starfsfólk Icelandair getur ekki komið sér saman um að halda fyrirtæki á floti, afsakið, í flugi, yrði heimskulegasta af öllu heimsku að ríkið kæmi félaginu til bjargar.
Fyrirtæki, hvort heldur bifreiðaverkstæði eða flugfélag, er ekkert annað en eigendur og starfsfólk. Ef ósætti er innanbúðar og hver höndin upp á móti annarri á að leyfa rekstrinum að fara í þrot.
Í WOW-málinu stóð ríkisstjórnin í ístaðinu og lét ekki fjárkúga sig í ónýtan rekstur. Skattgreiðendur vilja ekki neitt minna í tilfelli Icelandair.
Óhjákvæmilegt að ríkið stígi inn í | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjúkrunarfræðingar vita að þeir hafa lífeyrissjóðina á bakvið sig. Það liti negfnilega illa út ef flugfélag í eigu lífeyrissjóða réði erlenda flugþjóna.
Ragnhildur Kolka, 8.7.2020 kl. 22:09
Lífeyrissjóðirnir gætu staðið frammi fyrir vali. Að tapa hlut sínum í Icelandair eða gera það sem þarf til að bjarga félaginu.
Páll Vilhjálmsson, 8.7.2020 kl. 22:15
Það þarf að taka "verkfallsréttinn" af öllum sem starfa við millindaflug - á flugvelli og í flugvélum. Of mörg stéttarfélög geta stoðvað allt flug til og frá landinu. Þau stunda fjárkúgun og flugrán. Það má kannski orða það öðruvísi en það kemur út á eitt. Aðrar stéttir eru ekki í aðstöðu til að valda slíku tjóni.
Í kreppunni síðustu féll krónan og þar með lækkuðu launin í "fluginu". Ferðaþjónustan blómstraði, flugvélum fjölgaði gríðarlega og þar með áhöfnum. Ef flugáhafnir tækju sig saman og lækkaði laun sín um helming myndi sú "fjárfesting" skila sér margfalt til baka.
Benedikt Halldórsson, 9.7.2020 kl. 04:54
Jú, læknar hafa stundað grimma fjárkúgun ásamt hjúkrunarfræðingum sem miða sig við lækna. Reglulega hótar þetta lið að yfirgefa sjúklinga sína - ef ekki um semst.
Benedikt Halldórsson, 9.7.2020 kl. 05:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.