Miðvikudagur, 8. júlí 2020
Konur knýja Icelandair í þrot - eða sniðgöngu
Nokkur rómantík er yfir þeim möguleika að flugfreyjur knýi Icelandair í gjaldþrot. Félagið hefur samið við flugmenn og flugvirkja, mest karlar þar, en flugfreyjur segja þvert nei.
Í umræðunni um launakjör flugfreyja fer lítið fyrir samanburði við flugmenn og flugvirkja. Femínistar leggja alla jafna ríka áherslu á að menntun sé metin til launa. Skólagöngu er krafist af flugmönnum og flugvirkjum. Minna hjá flugfreyjum.
Formaður Flugfreyjufélagsins, Guðlaug Líney, segir
Með niðurstöðu kosninganna erum við með skýra afstöðu okkar félagsmanna. Þetta var afgerandi. Það gefur okkur vísbendingu um það að það hefur verið of langt gengið í þessu hagræðingarkröfum...
Ef Guðlaug væri að tala um opinbera stofnun ætti þetta sjónarmið kannski við, að of langt væri gengið í ,,hagræðingarkröfum." En óvart er Icelandair ekki opinber stofnun heldur fyrirtæki í hörðum heimi alþjóðlegrar samkeppni. Ef launakostnaður er of hár fer félagið einfaldlega á ruslahaugana. Engin elsku mamma þar. Tímar ríkisflugfélaga eru liðnir.
Ef eigendur og stjórnendur Icelandair vilja síður biðja um gjaldþrotaskipti er aðeins ein leið fær. Að semja við starfsmannaleigur að manna farþegarýmið. Það væri leitt. Það er rómantík að til sé stéttarfélag sem heitir Flugfreyjufélag Íslands.
Algjörlega komin að sársaukamörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef að Icelandair fer í þrot þá verða flugfreyjur atvinnulausar í verkfalli!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 8.7.2020 kl. 17:07
Höfudnur verður nú að snúa af þeirri leið og lesa bara fyrirsagnir örfárra blaða.
Þeir sem e-ð hafa kynnt sér stöðu Iceair, þá er það ekki launakostnaaður flugliða annarra en flugmanna sem er að fara síður með sama flugfélag. Þetta sjá allir sem vilja sjá
Það að hafa í hótunum við starfsfólk sitt, sí og æ, og ekki staðið við orðin sem sögð eru, hefur einfaldlega áfhrif.
Kannski getur ekki höfundur sett sig í spor þeirra sem þiggja laun frá einkareknum aðilum, kannski þekkir höfundur ekki þá tilfinningu að vera tilbúin að gera nærri því allt fyrir "sitt fyrirtæki" í sínum störfum.
Að lækka ráðstöfunartekjur um 22%, auka vinnuframlaga, auka álag, álag sem kennarar þekkja mögulega síður til, er einfaldlega e-ð ekki sem látið auðveldlega frá sér.
Ítreka aftur, ágæti höfundur, kynntu þér málið betur.
Betur má ef duga skal.
P.S Sigurður, sá sem rantar svona líkt og þú kýst að gera lýsir rúmlega þekkingaleysi þínu á málinu í heild sinni.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.7.2020 kl. 19:12
Hvort sem menn "ranta" nú eða ekki, þá er spurning hvort Flugleiðir séu lögbundnir til þess að skipta við íslenska flugfreyjufélagið eða hvort þeim leyfist að kaupa að aðra þjónustu um borð. Er það ekki meginmálið?
Kolbrún Hilmars, 8.7.2020 kl. 19:20
Flugfreyjur eru andfélagslegar eins og kúltúrmarxíska einokunarmenningin sem talar gegn andúð á útlendingum.
Eina færa leiðin fyrir flugfélagið er að fara úr landi með félagið og ráða útlendinga í vinnu.
Benedikt Halldórsson, 8.7.2020 kl. 19:22
Íslensk verkfallsmenning gerir út af við íslensk flugfélög. Það er of seint að semja. Skaðinn er skeður.
Benedikt Halldórsson, 8.7.2020 kl. 19:30
Ríkið á alls ekki að skipta sér af. Til hvers? Laun flugáhafna verða að taka mið af launum starfssystkina í öðrum löndum. Ríkið getur aðeins gert erfiða stöðu óbærilega.
Benedikt Halldórsson, 8.7.2020 kl. 19:38
Kolbrún, ef þú þekktir e-ð til málsins, þá myndir þú líklega vita svarið hér.
Eins og ég fagna fjölmenningu hér á landi, þá kom það mér í opna skjöldu að sjá viljann hér og víða annarsstaðar við að fá inn erlent vinnuafl á mun verri kjörum en hafa verið hér.
Við hljótum því að bíða eftir því að fleiri störf, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkreknum fyrirtækjum, verði mönnuð erlendu starfsfólki á mun lægri launum og þar með ódýrari verð fyrir okkur, pubulinn.
Læknar, póstburðafólk, blaðamenn, kennara.
Við sjáum greinilega framm á mikla búbót hér á landi.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.7.2020 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.