Alþjóðlegur vandi, staðbundin lausn

Farsóttin kennd við COVID-19 er alþjóðleg, um það er ekki deilt. Aftur eru áhöld um hvort alþjóðleg aðferð sé til að verjast farsóttinni.

Tedros Adhanom Ghebreyesu, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segir enga eina ,,rétta" lausn í glímunni við COVID-19.

Sem sagt, alþjóðlegur vandi en staðbundnar lausnir.

Þeir skynsömu vita sem er að samfélög eru ólík og því hlytu staðbundnar farsóttarvarnir að vera heilladrýgstar. En nýtt er að glóbalistar kveiki á þeim sannindum.

 


mbl.is „Önnur lönd mættu læra af Svíþjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er nú orðið hverjum manni ljóst að WHO, CDC og tölfræðingarnir sem spáðu milljónum dauðsfalla vissu ekkert hvað þeir voru að tala um. Í tilfelli WHO var það pólitísk undanlátssemi við Kína, en að öðru leyti voru menn bara að þreyfa sig áfram. Samt voru skilaboðin alltaf eins og sá sem talaði hefði einn vitið. Við fórum nokkurn vegin sömu leið og Tæivan, en við búum við þann kost að vera eyríki sem geta stjórnað traffík inn og út úr landinu. Það getur þó aldrei verið endanleg lausn, aðeins spurning um að kaupa sér tíma. Aðrir hafa svo farið aðrar leiðir.

Trúin á sérfræðinga hefur þó beðið hnekk eins og sést á myndbandi sem gengur á vefnum og sýnir misvísandi skilaboð Dr. Fauci um notkun andlitsgríma frá mars til júní. Það segir allt sem segja þarf um hina vísindalegu nálgun við málið.

Ragnhildur Kolka, 6.7.2020 kl. 10:01

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Tedros, er dæmi um það hvernig "glóbalismi" er verri farsótt en covid-19. Hér hafa glóbalistar, sett hryðjuverkamann (marxiskan baráttumann heima fyrir), sem formann alþjóð heilbrygðis stofnunarinnar. Kína, stendur fyrir mannréttindum ... en Kína fremur enn þann dag í dag, meiri hroðaverk en sjálfur Hitler.

Hin "rétta" lausn, er að reka Tedros ... loka öllum viðskiptum, við lönd eins og BNA, Rússland, Kína og Þýskaland ... en því miður, er græðgi okkar svo mikil að við gerum eins og Merkel, lítum í hina áttina og látum leiða okkur eins og sauði áfram á glapastigum.

Örn Einar Hansen, 6.7.2020 kl. 10:02

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Tek undir með þér Ragnhildur. Menn vissu ekkert en létu eins og sérfræðingar.

Benedikt Halldórsson, 6.7.2020 kl. 10:27

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru menn sammála um uppruna þessa vírusar?

Sumir segja að vírusinn sé hannaður af einhverjum illkvittnum vísindamönnum til að fækka jarðarbúum og sérstaklega til að koma höggi á asíubúa.

----------------------------------------------------------------------------

Sumir segja að vírusinn sé orsök 5G-símkerfisins.

(Það getur varla verið tilviljun að vírusinn hafi fyrst komið fram í nákvæmlega sama samfélagi og 5G-símkerfið er sett upp í kína).

-------------------------------------------------------------------------------

Sumir segja að vírusinn eigi uppruna sinn í einhverjum kjötmörkuðum í kína þar se mað verslað er með óþifalegt leðurblöku-kjöt.

Jón Þórhallsson, 6.7.2020 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband