Sunnudagur, 5. júlí 2020
Sjálfsmorð gegn Hitler - Pútín, Trump og sagan
Í Þjóðabandalaginu, forvera Sameinuðu þjóðanna, varð uppi fótur og fit sumardag 1936 þegar leikskáldið og blaðamaðurinn Stefan Lux framdi sjálfsmorð í blaðamannastúku á fundi bandalagsins í Genf í Sviss. Lux var gyðingur og fórnaði lífinu til að vekja athygli á ómennskunni sem Hitler leiddi til vegs og virðingar í Þýskalandi.
Sjálfsmorðið í Genf er gleymd neðanmálsgrein. Enginn tók mark á Lux. Þrem árum síðar hófst seinni heimsstyrjöldin í Evrópu, með innrás Þjóðverja í Pólland. Söguleg framvinda breytist ekki fyrir tilverknað einstaklinga. Aftur getur sameiginlegur skilningur á sögulegum aðstæðum haft áhrif á ákvarðanir sem skipta sköpum um vegferð samfélaga.
Pútín Rússlandsforseti birtir grein í Morgunblaði helgarinnar um söguskilning sem var ríkjandi áratugi eftir seinna stríð. Þjóðir heims verða að vinna saman, segir þessi söguskilningur, til að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Kalda stríðið, barátta kommúnisma og borgaralegs lýðræðis, varð ekki að þriðju heimsstyrjöldinni vegna samvinnu þjóða, er skoðun Pútín.
Pútín aðvarar:
Hætt er við því að sú endurskoðun sögunnar sem farið er að verða vart á Vesturlöndum, fyrst og fremst í því sem snýr að heimsstyrjöldinni síðari og afleiðingum hennar, geti orðið til þess að brengla gróflega skilning fólks á þeim lögmálum friðsamlegrar þróunar...
Pútín yfirsést. Lærdómurinn af seinna stríði og því kalda í kjölfarið er gleymdur á vesturlöndum, líkt og sjálfsmorð Lux. Á vesturlöndum er menningarleg borgarastyrjöld þar sem barist er um eldri sögu, hvort vestræn menning sé byggð á frelsi eða þrælahaldi.
Starfsbróðir Pútín í Bandaríkjunum, Trump, er í stórvandræðum með að verja sígilda bandaríska sögu. Bandaríkin eru ekki land hinna frjálsu og huguðu, segja endurskoðunarsinnar, heldur land þrælahaldara sem enn í dag kúga minnihlutann, einkum þeldökka.
Sjálfsmynd Bandaríkjanna, sem birtist í sígildu söguskoðuninni, hélt lífinu í baráttu vestrænna ríkja gegn kommúnisma á tíma kalda stríðsins. Ef endurskoðunarsinnar, þeir sem líta á Bandaríkin sem þrælaríki, hefðu ráðið ferðinni hefði valið staðið á milli vestræns þrælasamfélags og kommúnisma. Viðkvæðið fremur dauður en rauður hefði orðið frekar kommi en þræll.
Öfgar leiða af sér öfga. Hitler var svar Þjóðverja til Frakka, sem með hjálp Breta og þegjandi samþykki Bandaríkjanna, vildu kúga Þýskland eftir fyrra stríð. Öfgar endurskoðunarsinna, áróðurinn um að vesturlönd séu þrælasamfélög, kalla á aðrar öfgar; að sumir séu of illa gerðir til að vera þátttakendur í samfélaginu.
Hitler hlær í gröf sinni. Stefan Lux grætur.
Miskunnarlaus herferð til að þurrka út söguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill.
Takk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.7.2020 kl. 11:23
Það skildi þó ekki fara svo að dráp lögreglunnar á George Floyd, og mótmæli og óspektir í framhaldi af því, verði til þess að Donald Trump verði, þrátt fyrir allt, endurkjörinn í næstu forsetakosningum?
Hörður Þormar, 5.7.2020 kl. 13:24
Hörður, það væri bara fyndið. Tilfinningin er aðeins sú að þessi 8 mínútna HD upptaka af drápinu á George Floyd af lögreglumanni hafi verið keypt aðgerð til að ná Trump úr embætti
Emil Þór Emilsson, 5.7.2020 kl. 14:45
Góður pistill.
Benedikt Halldórsson, 5.7.2020 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.