Þriðjudagur, 30. júní 2020
Helga Vala: gerum glæpi normal
Rökin fyrir afglæpavæðingu fíkniefna má nota til að afglæpavæða önnur lögbrot. ,,Brotið er svo léttvægt og sá sem framdi það er í raun fórnarlambið," er viðkvæðið.
Björn Leví pírati skrifar í Moggagrein í dag að fíkniefnaneysla stafi af ,,sársaukanum sem fólk upplifir innra með sér."
Búðarþjófnaður er léttvægur og gerandinn í heimilisofbeldi er þrunginn innri sársauka þegar hann lemur maka og börn.
Helga Vala þingmaður Samfylkingar vill að við gerum allt til að ,,lina þjáningar þeirra" sem fremja lögbrot.
Eigum við að afglæpavæða búðaþjófnað og heimilisofbeldi?
Mýtan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 er dauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rökin geta "sölumenn daðans" einnig notað og ganga æ harðara fram við að svía sársauka þeirra sem eru illa haldnir m.a. félagslega. Neyðin eykst og leiðir menn í allt til að fjármagna nýja skammta.
Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2020 kl. 09:52
Þeir sem segjast ekki vilja refsa veiku fólki eru popúlistar. Engin vill refsa veiku fólki.
Það er engin hugsun á bakvið tillöguna, engin samkennd né skilningur. Hvað tekur við ef popúlistarnir á þingi ná sínu fram?
Við telur sinnuleysi og doði. Veikir fíklar ráða ekki við neysluna, en eru samkvæmt tillögu popúlistanna fullfærir um að draga úr neyslunni og standast allar freistingarnar þegar löggan er hvergi nærri - af einskæru þakklæti í garð miðstéttarfólks sem hugsuði svo hlýlega til þeirra. Nei, veikir fíklar eru of veikir til að standast fíkniefnin.
Neyslan eykst bara með sinnuleysi yfirvalda. Það dregur ekki úr glæpum vegna þess að framboðið og eftirspurn ná nýjum hæðum, fíkniefnin flæða, lögleg sem ólögleg, fíklum fjölgar og fleiri deyja. Það er ýmislegt verra en að vera í vörslu lögreglunnar.
Miðstéttarfólkið á þingi er ekki í tengslum við veruleikann?
Its been a little more than a year since California legalized marijuana — the largest such experiment in the United States — but law enforcement officials say the unlicensed, illegal market is still thriving and in some areas has even expanded.
Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 10:46
Ending Weed Prohibition Hasnt Stopped Drug Crimes Marijuana legalization was supposed to decrease crime — but the reality is more complicated.
Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 11:01
En ef gerandi í "heimilisofbeldis"-máli væri að meiða sjálfan sig en ekki aðra, t.d. berja hausnum við vegg þar til blæddi. Ætti að dæma hann fyrir það og refsa?
Skeggi Skaftason, 30.6.2020 kl. 11:02
Miðstéttarpopúlistar á þingi svífa um á rósrauðu skýi - rammvillt - og vita ekki hvað snýr upp eða niður.
Column: Defund the police? California is trying to hire more cannabis cops
Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 11:09
Ef fíkill væri einn út á túni með sitt gras, þarf engin að skipta sér af. En vandamálið er ekki eins einfalt og af er látið.
Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 11:13
Þetta er kjánalega sagt að vanda. Að leggja afleiðingar fíknar að jöfnu við búðarþjófnað ber aðeins vott um framúrskarandi heimsku.
Ég legg til að höfundurinn kynni sér t.d. skrif Jóns Steinars Gunnlaugssonar um þetta efni. Að leggja afleiðingar fíknar að jöfnu við búðarþjófnað ber aðeins vott um framúrskarandi heimsku.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.6.2020 kl. 12:47
Annað hvort er allt bannað eða allt leyft. Það eru bara fífl sem halda það að brjóta bann sé fyrirgefanlegt af því mann langar svo mikið í. Annað hvort má maður keyra fullur eða maður má það ekki.
Heimskan ríður ekki við einteyming á Alþingi Íslendinga, sér í lagi hjá vinstraliðinu þar sem hún er regla fremur en undantekning.
Halldór Jónsson, 30.6.2020 kl. 13:09
Sammála fyrsta pistli Benedikts
Halldór Jónsson, 30.6.2020 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.