Sunnudagur, 21. júní 2020
Miðflokkurinn plantar kosningasigri
Borgarlína verður stórslys. Spurningin er aðeins hversu dýrkeypt. Miðflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem varar við stórslysinu í tíma.
Þegar borgarlína breytist úr skipulagsdraumi í martröð vinnandi fólks í umferðarteppu verður viðkvæðið að betur hefði verið hlustað á viðvörn Miðflokksins.
Miðflokkurinn uppsker kosningasigur. Aftur eru áhöld um hvort það verði um seinan til að forða stórslysinu.
Bað þingmenn Miðflokksins að sofa vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef meirihluti kjósenda fær tækifæri til að láta álit sitt í ljós í kjörklefanum, fæst alltaf skynsamleg og góð niðurstaða, sem byggir ekki á sýndarmennsku og snobbi.
"Fulltrúar" sem eru sífellt að flagga dyggðum sínum, greiða ekki atkvæði til að gera samfélagið betra, heldur til að bæta ímynd sína gagnvart fólkinu sem ræður í raun á bakvið tjöldin. Ég er ekki að tala um tjöldin í kjörklefanum.
Pólitíkusar að Tjaldabaki tala aldrei um efnisatriði mála. Þeir tala um 8 ára gamla nýja stjórnarskrá sem engin þekkir, sem þeir vilja að leysi gömlu stjórnarskrána af hólmi. Aldrei tala þeir við kjósendur eins og viti borið fólk og útskýri af hverju eigi að skipta um stjórnarskrá.
Tjaldabaks-pólitíkusar þola ekki höfnun kjósenda. Þeir sætta siga aldrei við niðurstöðu sem er ekki sérsaumuð fyrir þá, og reyna með brögðum að gabba okkur þangað sem þeir vilja fara með okkur, t.d. inn í ESB.
Borgarlínan er dæmigert tjaldabaksmál sem venjulegt fólk þekkir ekkert. Ef ekki er hægt að útskýra línuna fyrir kjósendum, af hreinskilni og leyna engu, er hún skjálfdauð.
Benedikt Halldórsson, 21.6.2020 kl. 10:51
Íslendingar upp til hópa(góður meirihluti)vill halda tryggð við kvalara sinn "fjórflokkinn" og vill ekki breytingar.
Sigurður I B Guðmundsson, 21.6.2020 kl. 11:22
Held reyndar að enginn þekki hvað í borgarlínu felst, Benedikt. Ekki heldur tjaldabaksfólkið.
Gunnar Heiðarsson, 21.6.2020 kl. 19:13
Miðflokkurinn mun halda áfram að taka til sín fylgi af FLokknum, sem mun skila því að Sjálfsstæðis og Miðflokkur mun standa utan ríkistjórnar á næsta kjörtímabili.
Það þýðir ekki að flagga Orkupökkum og hatri á borgarsamfélagið sem væntanlegum kosningasigrum.
Ef það væri bara e-r skynsemisstefna hjá Miðflokknum, þá ætti hann möguleika en þar sem hann er rúinn trausti, bæði af starfsfólki á Alþingi og kjósendum eftir skattafælni forsvarsmannaflokksins og "bar"rokki, þá verður hann á hælum fjálslyndi flokkanna.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.6.2020 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.