17. júní 1944 og 16. júlí 2009

Íslendingar stofnuðu lýðveldi á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar undir lok seinna stríðs. Tæpum 100 árum áður lagði Jón grunn að sjálfstæði þjóðarinnar með grein í tímariti sínu, Nýjum félagsritum.

Greinin, Hugvekja til Íslendinga, rökstuddi nauðsyn þess Íslendingar réðu sjálfir sínum málum en ekki útlendingar. Heimastjórn í byrjun 20. aldar og fullveldi hálfum öðrum áratug síðar voru markmið Jóns í greininni frá 1848.

Sáttin um lýðveldið var rofin 16. júlí 2009 þegar ríkisstjórn vinstrimanna, kennd við Jóhönnu Sigurðardóttir, knúði fram á alþingi samþykkt ESB-umsóknar Samfylkingar. Litlu munaði að fullveldið yrði flutt í heilu lagi til Brussel. 

Á þjóðhátíðardegi er hollt að minnast þess að það skiptir máli hverjir sitja alþingi, - og Bessastaði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk fyrir að minna okkur á þetta.

Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Ragnhildur Kolka, 17.6.2020 kl. 11:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Því miður er stór hluti þjóðarinnar tilbúinn að selja fullveldi þjóðarinnar.

Því miður er þáttaka í þbí athæfi ekki einskorðuð við litlu ljótu flokkana til vinstri heldur má rifja upp afgreiðslu þingflokks Sjáflstæðimanna sem undir forystu Birgis Ármannssonar hafði að engu tilmæli meirihluta flokksmanna  samþykkti þriðja orkupakkann sem þjónar ekki hagsmunum Íslendinga

Eigum við að treysta Birgi og þingflokknum til að samþykkja næstu orkupakka?

Eru þessir menn heilir í að standa vörð um fullveldi landsins eða vilja þeir ganga ESB á hönd?.

Halldór Jónsson, 17.6.2020 kl. 18:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er kominn annar rómur snöggtum þekkilegri en sá sem ég hef verið með aðfinnslur að á heimavelli þínum,ágæti Halldór.En ég sleppti honum og mælist til ,alveg valdalaus, nema með þessu x-i sem ég á rétt á að beita,að við reynum að upplýsa þá sem halda að forsetakosningar snúist um fyrirsætu með konu en engan tilgang annan en að staðfesta óskir ESB/fjölmenningasinna. Guðmundur Franklín stefnir á að leysa Ísland undan þeim óvinaher og hefur alla hæfileika til að verjast ágengni þeirra. Góðar stundir. 

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2020 kl. 02:32

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Af hverju vill fólk fórna sjálfsstæðinu?

Í Kleppsholtinu voru mörg börn a hverju heimili. Eitt kannski nýfætt, annað tveggja ára, pabbi í vinnunni. Við - á aldrinum fjögurra til átta ára - lékum okkur saman úti ef vel viðraði og höfðum aðhald á hvort öðru. Yngstu lærðu leikreglurnar af þeim eldri. Við fórum í allskonar leiki. Hópurinn stóð þétt saman. Við fórum stundum í leiðangra langt út í hin stóra heim, allt að endimörkum hans niður í fjöru þar sem nú er Sundahöfn. Auðvitað komu upp deilur en við lærðum að leysa þær án þess að klaga og fá álit (ESB, Evrópudómstólsins) mömmu sem var upptekinn.

Kannski sé ég hverfið mitt í of miklum ljóma. En ég tel að það, ásamt ýmsum góðum leiksvæðum um land allt, hafi verið góð uppeldisstöð fyrir sjálfsstæða Íslendinga sem virða leikreglurnar og taka tillit til hvors annars. Við lærðum að vera partur af liði jafningja sem var ekki bara góður undirbúningur undir framhaldsnámið í sjö ára bekk, heldur lærðum við að vera sjálfsstæð þjóð. 

Benedikt Halldórsson, 18.6.2020 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband