Vinstritrú, Trump og Pútín

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, er ekki nógu herskár í afstöðu sinni til að bæta heiminn með hervaldi, skrifar frjálslyndur vinstrimaður um andstæðing Trump.

Trump er maður friðar, dregur úr hernaðarumsvifum Bandaríkjanna á alþjóðavísu. Starfsbróðir hans í Moskvu, Pútín, er raunsæismaður sem efnir ekki til ófriðar að nauðsynjalausu.

Ríkjandi trú vinstrimanna og frjálslyndra er að ofbeldi lækni samfélagsmein og hervald sé sjálfsagður þáttur í umbreytingu ríkja. Írak, Úkraína og Sýrland eru nýleg dæmi.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru meira og minna undirlagðir vinstrimönnum og frjálslyndum. Þar ríkir varanlegt stríðsástand pólitísks rétttrúnaðar sem engu eirir og kallar upp á dekk þá sem þjást mest af móðursýki. Stórblaðið New York Times réð sem yfirmann skoðanadeildar blaðsins manneskju sem sendi undirmönnum sínum skilaboð um að láta sig strax vita ef þeim liði illa út af skoðunum annarra. Ef einhver hefur ranga skoðun bíður hans bannfæring og atvinnumissir. 

Trump og Pútín eru helstu grýlur vinstrimanna og frjálslyndra sem hafa á stefnuskrá sinni að umskapa heiminn með ofbeldi og stríði.  

 


mbl.is Pútín gagnrýnir forystuleysi í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Ósköp er nú ójafnt á komið með þeim kollegum. 

Sennilega mun Trump hröklast frá eftir kosningarnar í haust og munu þá eflaust einhverjir gráta.

Aðdáendur Pútins  geta hinsvegar haldið gleði sinni. Hann ætlar með stjórnarskrárbreytingu að tryggja völd sín til ársins 2035.

Hörður Þormar, 14.6.2020 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband