Vinstrimenn: 3 tilraunir til að brjálast

Ekki-ráðning Þorvaldar Gylfasonar var sumartilraun vinstrimanna að brjálast. Brandari í afmælisveislu var í boði Semu Erlu Serdar tilraun til að tryllast. Leiðtogi sósíalista, Gunnar Smári, vill ekki láta sitt eftir liggja og býður styttu Ingólfs Arnarsonar sem tilefni til að ganga af göflunum.

Má ekki gera ráð fyrir málþingi í Háskólanum, upplestri í Borgarleikhúsinu og mótmælafundi á Arnarhvoli?

Svona þegar vinstrimenn eru búnir að ákveða hvað tryllir þá mest sumarið 2020.


mbl.is Þorvaldur eigi tæplega samleið með ráðuneyti Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú hittir naglann svo sannarlega á höfuðið þarna. Öll vinstrimennskan nú til dags gengur út á ad sturlast reglulega. Internetið og samfélagsmiðlarnir sjá svo um að fóðra galskaben. 

Ragnhildur Kolka, 11.6.2020 kl. 17:00

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einmitt.

Sagan af Ingólfi Arnarsyni var skrifuð löngu eftir landnám og er ekki endilega nákvæm lýsing á "sakamanninum" Ingólfi, heldur bókmenntir sem við eigum ekki skammast okkur fyrir. Styttan af Ingólfi er eftirmynd tíðarandans eins og hann var, sem engin þarf að skammast sín fyrir. 

Benedikt Halldórsson, 11.6.2020 kl. 17:24

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er ekki hægt að fara bil beggja og semja við niðurrifsöfl. Það er eins og að banna annað hvert orð, eyðileggja aðra hverja styttu, banna aðra hverja sögupersónu skáldsagna sem eru ekki með réttan boðskap. Það er eins og að semja um hús verði aðeins eyðilagt til hálfs. 

Sama fólkið og talar fjálglega um fjölmenningu, að engin menning sé annarri fremri, hatar eigin menningu eða þykist hata hana, til að slá í gegn meðal sinna félaga. 

Benedikt Halldórsson, 11.6.2020 kl. 18:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf leggst þeim eitthvað til að ganga af göflunum yfir.Minnisstæð er mér kynning Ómars Ragnarssonar á styttunni á Arnarhóli "Fyrsti Íslendingurinn var Norðmaður",en ekki er svo ýkja langt síðan að Gunnar Smári vildi að við gengjum í "Noreg" frekar en ESB.-höfðum Íslendingar þá greitt aflausn,eða fengju Norðmenn listaverkið með? Þeir eiga sjálfir samskonar styttu.

 Jú jú,það má búast við því öllu,en vonandi muna þeir eftir að bjóða->
            Boga og Örvari.    

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2020 kl. 18:25

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sagan sér um sína alveg eins og tíminn gefur skít í gagnrýnendur. Ekki-ráðning Þorvaldar Gylfasonar í hlutlaust ritstjóraverkefni kom aldrei til greina. Fyrir það hlutverk er Þorvaldur of ákafur fullveldisafsalssinni og hörmungarkrati, auk slagsíðu sem fáum þóknast, til undirgefni embættismannaveldisins í fjarlægu landi.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.6.2020 kl. 22:36

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skrif Kjarnans benda til að ritstjórnarskrifstofan hafi verið komin á sjálfstýringu. Fyllilega tímabært að ábyrgir aðilar komi skútunni aftur á réttan kjöl.

Ragnhildur Kolka, 12.6.2020 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband