Föstudagur, 5. júní 2020
Ekki bæði sleppt og haldið, Jóhannes
Ef á að selja ferðmönnum Ísland sem farsóttarfrítt þarf sóttvarnir. Ferðamenn borga glaðir gjald fyrir heilsusamlega áfangastaði.
Fyrir farsótt var Ísland á hraðri leið í ruslflokk sem ferðamannaland. Ódýr massatúrismi gerði landið að ókræsilegum ferðakosti og landsmenn létu ekki sér til hugar koma að ferðast innanlands.
Sérstakt farsóttargjald temprar innflæði ferðamanna, sem er vel. Til framtíðar ættu stjórnvöld að finna nýtt gjald til að halda aftur af ósjálfbærum fjöldatúrisma.
Það er svo aftur talandi dæmi um ódýran áróður ferðaþjónustunnar að Jóhannes talsmaður segir afbókanir hrannast inn tíu mínútur eftir að gjaldið var tilkynnt. Fyrir skemmstu sagði téður Jóhannes að litlar sem engar bókanir væru til Íslands í sumar. Hvernig er hægt að afbóka óbókaðar ferðir?
Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega koma þá færri en enginn túristi til landsins í sumar. Hvernig sem það gengur svo upp tölulega séð, líkt og afbókanir á óbókuðum ferðum.
Kolbrún Hilmars, 5.6.2020 kl. 17:05
Aðeins Vinstrigrænum dettur í hug að sprengja verðið á prófunum upp í rjáfur frekar en láta að láta þau í hendurnar á einkaframtakinu.
Ragnhildur Kolka, 5.6.2020 kl. 21:24
Þeir eru að selja möguleikann á sóttkví fyrir 15.000. Gott happadrætti það.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2020 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.