Sunnudagur, 31. maí 2020
Ósamræmd Evrópa, hætta á farsóttar-dómínó
Lítið fer fyrir samræmdum reglum í Evrópu um ferðalög milli landa. Nágrannaríki, t.d. Eystrasaltsríkin þrjú, leyfa ferðalög sín á milli. Norðurlönd útiloka Svía frá ferðabandalagi, enda reka Svíar sérsænska stefnu í farsóttarvörnum.
Guardian tekur saman yfirlit yfir ólíka nálgun Evrópuríkja í farsóttarvörnum við landamærin.
Ríkisvaldið í hverju landi er á milli steins og sleggju. Í einn stað er almennur vilji til að opna landamæri en í annan stað ótti við innflutning á kórónuveirunni.
Seinni bylgju farsóttarinnar er spáð síðsumars. Þegar smittölur hækka í einu landi er hætt við snöggum dómínó-áhrif þegar ríki loka landamærum fyrirvaralaust. Það eykur ekki ferðalöngun almennings að eiga á hættu að verða innlyksa í útlöndum.
Enginn treystir Evrópusambandinu til að setja samræmdar reglur. Reynslan sýnir að alþjóðasamtök eins og ESB og WHO eru lélegustu sóttvarnirnar.
Þórólfur búinn að skila drögum að minnisblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
OMG, lífið er að taka áhættu . Vill folk virkilega eyða lífinu sitjandi á høndum sér, horfandi út um gluggann?
Ragnhildur Kolka, 31.5.2020 kl. 13:58
Hvernig svo sem allt þróast, þarf að opna aftur. Að opna aftur þegar eftirspurn er í lágmarki meikar algeran sens. Þetta veirufár er langt frá því að vera búið.
Á einhvern hátt verður að takast á við það. Steinrunnar stofnanir og alþjóðasamtök UN sem mönnuð eru embættismannaelítu skattfrjálsra launa og bitlingum andskotans munu aldrei komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu.
Þegar lausn þeirra við einni plágu eru lýðum gerð ljós hefur önnur enn verri haldið innreið sína og svo koll af kolli.
Engin veira er verri en embættismannaelítan sem sig allt telur best vita.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 31.5.2020 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.