Guðni notar sniðmát Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar náði forsetakjöri 1996 út á andófsfylgi, einkum frá vinstrimönnum. Þegar harðast var sótt að Ólafi Ragnari, RÚV-Þóra í kosningunum 2012, hélt sitjandi forseti embættinu fyrir atbeina hægrimanna úr röðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óstofnaðs Miðflokks.

Guðni Th. var vinstra RÚV-framboðið árið 2016 og fékk sigur á Davíð Oddssyni og hægrimönnum. En þegar Guðni Th. stendur til endurkjörs sækir hann stuðninginn til hægri. Óopinbert málgagn Pírata, Stundin, kortleggur bakland sitjandi forseta. Sama sniðmátið og Ólafur Ragnar notaði 2012 blasir við.

Völd á Íslandi lúta eftirfarandi lögmáli. Til að ná völdum, einkum á tíma upplausnar, er óreiðu-vinstrið þénugt verkfæri. Þar eru atkvæði óstabíla fólksins sem hægt er að róta í sér til gagns. Aftur er óvinnandi vegur að halda völdum án kjölfestu samfélagsins: hægrimönnum.

Glæsilegasta dæmið um fullnustu lögmálsins er ekki forsetakosningar heldur tvennar þingkosningar, 2009 og 2013. Í þeim fyrri kaus hugsjúk hrunþjóð yfir sig fyrstu hreinu vinstri stjórn sögunnar, Jóhönnu Sig.-stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Fjórum árum síðar var Jóhönnu og félögum slátrað. Samfylking tapaði tveim af hverjum þrem kjósendum sínum og fylgi Vinstri grænna helmingaðist.

Sitjandi forseti fer í bækur hins íslenska Machiavelli og finnur þar sniðmátið til endurkjörs. 

 


mbl.is Framboð Guðmundar og Guðna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Minnir mig á sparkspekinga spá í úrslitaleik,en þessir heiðursmenn sparka ekki í neitt, þvi síður í hvern annan,svo mikið er víst.En þeir leggja upp plön ég spái að heimavöllur Guðna dugi honum nokkuð vel.En Guðmundur lætur það ekkert á sig fá og almenningur þekkir þar vel til. Guðmundur leggur upp með 4-4-2 en 
 Guðni 5-3-2. Gott að klára utankjörfundar strax. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2020 kl. 14:47

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enn einn mínusinn í kladda Bjarna Ben. Eftirminnilegt er þegar BB var spurður hvort hann ætlaði að kjósa gamla foringjann á opnun kosningaskrifstofu DO 2016. BB brosti við og sagði "Þarftu að spyrja." Óheiðarlegt svar "if there ever was."
Svo bárust fréttir að fyrrverandi ráðgjafi hans Fr.Fr væri aðalsprautan í framboði GThJ ásamt esb-liði RÚV-ara. Þar staðfestist það. Og nú eru leifarnar af Sjálfstæðisflokknum að senda út boð á stuðningsmannalista Guðna. Ó, hve illa er komið fyrir þessari fyrrum brjóstvörn frelsis á Íslandi.

Ragnhildur Kolka, 27.5.2020 kl. 15:37

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Davíð og hægrið? Davíð fékk 13.7% atkvæða og var neðstur fjögurra frambjóðenda.  Hann var aldrei í kosningaslag 2016.

Tryggvi L. Skjaldarson, 28.5.2020 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband