Trump, stóri bróðir og umræðan

Bandaríkjaforseti getur ekki takmarkað tjáningarfrelsi. Sama gildir almennt um vestræn ríki. Málfrelsi er rótfast í vesrænni menningu.

Aftur eru tæknirisar, sem stjórna samfélagsmiðlum, í færum að takmarka frelsi manna að tjá sig og jafnvel úthýsa ,,óæskilegum" skoðunum.

Samfélagsmiðar eru vettvangur, opið almannarými, fyrir skoðanaskipti. Enginn getur gert kröfu um að fá áheyrn en allir eiga rétt að segja sína meiningu.

Frjálslyndir og vinstrimenn eru gjarnir á að taka undir kröfur um ritskoðun. Að baki liggur sú hugsun að sumt sé ,,rétt" og annað ,,rangt". En það eru aðeins tvær til að úrskurða þar á milli. Í einn stað stóri bróðir, t.d. ríkisvald, alþjóðleg samtök eða tæknirisi, eða umræðan sjálf.

Stóri bróðir er ávallt versti kosturinn til að skera úr um hvað sé rétt og hvað rangt. Valdboð kæfir sannleikann á meðan frjáls umræða slípar sannindi og afhjúpar ósannindi.


mbl.is Beinir spjótum sínum að samfélagsmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þá er illa komið ef allir þurfa að vera fyrirfram sammála um alla skapaða hluti, að valdboði hvaðan sem það kemur.  Hvað verður þá um rökræðuna,einu réttu leiðina að samkomulagi sem allir eða flestir geta sætt sig við?    

Kolbrún Hilmars, 28.5.2020 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband