Svartir kjósa Trump og sagan

Svört saga Bandaríkjanna hófst með fyrsta þrælaskipinu frá Afríku, segir í skipulagri endurskoðun á bandarískri sögu í New York Times.

Hvítari og saklausari útgáfa sögunnar er að Evrópumenn rákust á þetta meginland fyrir tilviljun. Sá fyrsti var annað hvort Leifur Eiríksson eða Bjarni Herjólfsson. Þeir norrænu höfðu vit á að gleyma Ameríku, sagði sá írski snjallyrðasmiður Óskar Wilde.

Hálfu árþúsundi síðar lagði Kólumbus leið sína vestur í leit að sjóleiðinni til Indlands. Frumbyggjarnir fengu heitið Indíánar en hétu skrælingjar á norrænu.

Eftir að deyða drjúgan hluta innfæddra tóku Evrópumenn að flytja inn þræla frá Evrópu. Það er svarta sagan.

En þeir hvítu gerðu fleira. Með þeim vaknaði sú hugmynd að enginn maður skyldi annars eign og háðu innbyrðis blóðugt stríð um þá kennisetningu laust eftir miðja 19. öld. Sjálfræði einstaklingsins. óháð litarhætti, er hugmynd hvítra kristinna manna.

Seinni tíma holdtekja sjálfstæðra manna er Donald Trump. Árið 2016 fékk hann stuðning svartra. Fjórum árum síðar geta þeir svörtu kosið hlekkina á ný. Á 19. öld voru Demókratar flokkur þrælahaldara. En um það lesa menn ekki í New York Times. Háborg frjálslyndra vinstrimanna notar ekki písk og járn til að tryggja sér hollustu undirsáta. Aðferðin heitir sama nafni í Washington og Reykjavík: upplýsingaóreiða, sem góða fólkið tekur að sér að greiða úr gegn gjaldi. Og gjaldið er að lifa í lygi.


mbl.is Svartir „ekki svartir“ ef þeir kjósa Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það var nú barist um fleira en frelsi negranna. Suðurríkin vildu rjúfa ríkjabandalagið, Bandaríki NorðurAmeríku,  en það samþykkti Lincoln ekki

Halldór Jónsson, 23.5.2020 kl. 13:26

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þú gleymir einu, ástæða "þræla" fluttningsins var ekki að menn vildu þræla. Heldur sú staðreynd að Afríka var illa haldin af svelti og "tsu tsu" flugunni, meðal annars. Röksemd Englendinga var að það var "Afríka", en ekki fólkið, sem diktateraðe aðstæður og lifnaðarhætti þess. Sama átti við fólkið í suður Ameríku, og Indónesíu ... fólkið var illa haldið af "parasites", sem hefti þróun þess.  Að fólki líkaði ekki fluttningurinn, er að sjálfsögðu skiljanlegt og má líkja við Tyrkjaguddu ... en henni líkaði sjálfsagt ekki flutningurinn, þó að tyrkjum þótti þeir vera að flytja "frumbyggja" yfir á þróaðra svæði.

Örn Einar Hansen, 23.5.2020 kl. 14:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afríkubúar hefðu aldrei farið eitt né neitt af sjálfsdáðum.  Það vantaði vinnuafl í nýja heiminum vestra og þótt sakamenn hafi verið fluttir í þrældóm þangað dugði það ekki til.  Afrísku þrælarnir voru seldir af ættarhöfðingjum sínum til milligöngumanna sem komu þeim til skips og síðan voru þeir sem lifðu af sjóhrakinga og hungur seldir plantekrueigendum vestra - á þrælamörkuðum. 
Evrópskum er enginn sómi af þessari sögu, enda voru það þeir sem keyptu. 

Kolbrún Hilmars, 23.5.2020 kl. 16:04

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Fyrstu þrælarnir í Ameríku voru hvítir.

Steinarr Kr. , 26.5.2020 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband