25 eineltir þingmenn

Pólitík er einelti. Dag inn og dag út stundar þorri þingmanna einelti með því að væna hina og þessa um spillingu, gerræði, mannvonsku, óréttlæti eða almennt heimshatur. Án eineltis engin pólitík.

Þegar könnun meðal þingmanna segir að nær fjórir af hverjum tíu þykjast hafa orðið fyrir einelti í vinnunni er annað tveggja að 25 þingmenn vita ekki hvað pólitík gengur út á eða þeir ljúga upp á sig einelti í skjóli nafnleyndar. Svona eins og sumir þingmenn ljúga upp á sig prófgráðum.

Alþingi er illa mannaður vinnustaður. Þótt sómafólk sé þar innan um, og þökk sé þeim að umbera afturkreistingana, er drjúgur hluti alþingismanna illa gefinn og verr innrættur. Siðferðilegir mínusvaríantar komust til þings eftir útrás og hrun þegar lausung hljóp í lýðinn sem leitaði að hirðfíflum í mótmælakosningum gegn máttarvöldum sem sváfu á verðinum.

Hirðfíflin gáfu sig óðara fram, stofnuðu jafnvel heilu flokkana. Mótmælaaldan skolaði þeim á Austurvöll. Þar stunda viðrinin skemmdarverk, einatt í samspili við samfélagsmiðla og RÚV.

Skemmdarverkin eiga þann samnefnara að hér búi ónýt þjóð í hörmungarlandi. Gripsvit hirðfíflanna segir þeim að þjóð fái þá þingmenn sem hún á skilið: ónýt þjóð fær ónýta þingmenn.


mbl.is 38% þingmanna orðið fyrir einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Heyr, heyr!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.5.2020 kl. 00:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Páll með eina af sínum betri pistum.

Í einu af vikulegu spjalli við systur mína; "Geturðu Kolla mín ýmyndað þér að kynslóðin næst á undan okkur og aldirnar þar á undan,hafi upplifað þvílíka andúð á landi og þjóð eins og okkar hefur mátt þola eftir hrun".- "Nei það er ég viss um og hefði þótt hin mesta skömm og enginn komist upp með það áður".- - 


  

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2020 kl. 02:40

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega rétt lýsing á þessu lágt virta alþingi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.5.2020 kl. 07:03

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Er ekki nokkur leið að fækka þessu fólki?

Kristinn Bjarnason, 20.5.2020 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband