Mánudagur, 18. maí 2020
Samfylkingin styður ekki Nató-aðild lengur
Enginn þingmanna Samfylkingar tók þátt í umræðu á alþingi í dag um uppbyggingu aðstöðu Nató hér á landi.
Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingar, var að jafnaði hlynntur aðild Íslands að Nató.
Þögn þingmanna Samfylkingar er býsna hávær.
Ályktunarhæfnin fremur á borði hinna skapandi greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vinstri samstæðan á einskonar breytingaskeiði.Forsætisráðherra svarar Sigmundi að utanríkisráðherra hefði vakið máls á uppbyggingu Nato á suðurnesjum í tengslum við fjáraukalög,sem unnin hafi verin -með miklum hraði.
Sé það afsökun væri best að taka málið upp og vinna hægt og hljótt.
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2020 kl. 02:27
Samfylkingin er orðin að lyftidufti án nokkurra annara nauðsynlegra hráefna til baksturs. Þenjandi afl gasprara án endastöðvar. Gasprara sem verða aldrei kaka, sama hvað bakað er lengi. Sorglegt hismi um ekki neitt.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.5.2020 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.