Sunnudagur, 17. maí 2020
Mannúð og vísindi: Trump og Svíþjóð
Á Íslandi eru fá dauðsföll vegna COVID-19. Þríeykið og ráðherrar votta aðstandendum samúð á blaðamannafundum þegar þau eru tilkynnt. Það er mannúð. En margir deyja án þess að veikjast af kórónuveirunni og fá ekki samúðarkveðjur frá æðstu stöðum. Er það skortur á mannúð?
Obama fráfarandi forseti Bandaríkjanna sakar eftirmann sinn um skort á mannúð vegna dauðsfalla af COVID-19. Skortur á mannúð jafngildir pólitískum dauðadómi. Fólk kýs ekki mannvonskuna. Er Obama mannvinur eða aðeins að slá pólitískar keilur?
Svíar eru almennt taldir mannvinir. Þeir telja sig stunda farsóttarvarnir sem til lengdar eru haldbetri en þær ráðstafanir sem nágrannaþjóðir grípa til. Dauðsföll af COVID-19 eru á talandi stundu fleiri í Svíaríki en í sambærilegum ríkjum. Ræður mannvonska ferðinni?
Vísindin eru ekki með eitt svar við farsóttinni heldur mörg. Þeir sem segja Trump og Svía afneita vísindum í baráttunni við kórónuveiruna gætu allt eins krafist þess að ráðum stjörnuspekinga yrði hlýtt.
Það er einfaldlega ekki vitað hvernig best sé að taka samfélög í gegnum farsótt eins og kórónuveiruna. Engu að síður eru fjarska margir sérfræðingar í því sem ekki er vitað. Þar liggur hundurinn grafinn.
Ekkert lát á blóðtöku Svía | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svíþjóð er ekki sambandsríki þannig að við sænsk stjórnvöld með heimilisfang í endastöðinni Stokkhólmi er að sakast, en ekki lénsstjórnir landsins.
Það er sennilega rétt sem pólski forsætisráðherrann sagði um sænska farsóttar-sláturhúsið; að um Darwinisma sér þar að ræða. Nema að um sérsænska sósíaldemókratíska samfylkingarleið sé að ræða, eins og síðast og sýnd er hér.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.5.2020 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.