Auðmenn, fjölmiðlar, RÚV og ríkisfé

Auðmennirnir Björgólfur Thors Björgólfsson, Róbert Wessman og Helgi Magnússon fjárfesta í fjölmiðlum til að hafa áhrif á skoðanamyndun.

Það er sjálfsagaður réttur, bæði ríkra og fátækra, að setja pening í þann rekstur sem hugurinn stendur til. Almannavaldið ætti að tryggja gagnsæi í eignarhaldi fjölmiðla þannig að lesendur og áheyrendur viti hver fjármagnar skoðanamyndunina.

Aftur er ekki hlutverk ríkisins að niðurgreiða fjölmiðla. Stærsta meinsemdin í ríkisaðstoð við fjölmiðla er RÚV. Á Efstaleiti situr fólk sem beitir fjölmiðlavaldi í þágu sértækra sjónarmiða s.s. að Ísland eigi að verða ESB-ríki og Eflingar-sósíalismi sé framtíðarlandið.


mbl.is Novator helsti bakhjarl DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er grynnra á sósíalismanum hér en mann grunaði. Veiran hefur opinberað ákall vinstrimanna eftir eignarhlut ríkisins í allskyns atvinnurekstri sem margfalt betur er kominn í höndum einstaklinga. Og ótrúlegasta fólk tekur undir.

Ragnhildur Kolka, 16.5.2020 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband