Laugardagur, 9. maí 2020
Laun Elliða og siðferði sósíalista
Eflingar-sósíalismi er ráðandi tíska í kjarabaráttunni. Grunnhugmyndin er réttlæti. Það sé beinlínis ranglátt að einhver sé með lægri laun en nemur tiltekinni fjárhæð.
Gefum okkur að sátt náist um lágmarkslaun á Íslandi, segjum 650 þús. kr. en það eru dagvinnulaun mín sem framhaldsskólakennara. Þar með væri launaranglæti útrýmt, samkvæmt kennisetningu sósíalista.
Er hægt að ímynda sér slíka sátt? Já, en aðeins sem ímyndun. Sósíalistar myndu aldrei samþykkja að réttlætinu væri fullnægt, það kippti stoðunum undan tilveru þeirra. Þeirra tilvist byggir á samjöfnuði og óánægju með að einhver hafi hærri laun en annar.
Meðallaun á Íslandi, fyrir farsótt, voru eitthvað um 700 þúsund á mánuði, heildarlaun fyrir dag- og yfirvinnu í einn mánuð. Elliði bæjarstjóri er með rúmlega tvöföld meðalmánaðarlaun fyrir það að bera ábyrgð á rekstri bæjarfélags. Það hljómar ekkert út úr korti, liggur nærri mánaðarlaunum alþingsmanna.
Siðferði sósíalista er að taka fyllilega eðlilegt ástand og gera úr því ljótleika óréttlætis. Á Íslandi er meira launajafnrétti en á öðrum byggðum bólum. Þeir sem búa til ranglæti úr því ástandi eru skringilega innréttaðir.
Elliði birtir launaseðilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.