Píratar auglýsa að þeir séu óþarfir

Píratar eru að stofni til nördaflokkar með áhuga á ókeypis efni á lýðnetinu. Þá urðu þeir borgaralaunaflokkur; sofa fram yfir hádegi og leika sér í tölvum á nóttinni - á launum frá ríkinu.

Upp á síðkastið eru Píratar upphlaups- og spurningaflokkur. Frumlegasta spurningin er að biðja um skriflega útgáfu af óskrifuðum reglum alþingis. Næsta væntanlega spurning: hvernig lítur hringlaga þríhyrningur út?

Sjálfir svara Píratar aldrei spurningunni sem ekki brennur á vörum fólks: til hvers eru þeir?


mbl.is Ein spurning verður að 60-80 spurningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Raðuneytið fer að skila skýrslu til Björns um það hversvegna himininn er blár. Enn bíða þrjár er varða hvar sólin er um nætur og hversvegna sykur er sætur auk svara við því hversvegna hundar hafa hár.

Þetta eru bara spurningar síðustu viku og þóttu óvenju fáar það sinnið.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2020 kl. 20:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef eitthvað að þessum spurningum pirra Steingrím J. þá eiga þær alveg rétt á sér!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.5.2020 kl. 21:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarplega athugað.

Það er áhyggjuefni að tíund þjóðarinnar skuli kjósa þetta lið.Hvað er að?

Halldór Jónsson, 6.5.2020 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband