Lokað samfélag, já takk

,,Ég mætti ein­um manni á hjóli. Þetta var bara eins og þegar maður var strák­ur í sveit fyr­ir fimm­tíu árum," segir Árni Sæberg ljósmyndari. Orðin eru löngun eftir liðnum tíma einfaldleika og lífsfyllingu í fásinni.

Allir horfðu á sama sjónvarsefnið - Helga Björns þess tíma. Skjárinn var stillimynd á fimmtudögum og á sumrin. Samskipti voru mannleg en ekki stafræn. Reglur voru skýrari um hvað mátti og hvað ekki. Utanlandsferðir voru sjaldgæf ævintýri og vöruúrvaldið fábreytt, Mackintosh var jólasælgæti.

Við erum ekki ein um eftirsjá eftir gamla tímanum. Bretar eru giska ánægðir í útgöngubanni og vilja framlengingu á meðan sóttin varir. Íslandsvinurinn og ESB-andstæðingurinn Daníel Hannan segir óhugnanlegt að fylgjast með afturhvarfinu.

Farsóttin og varnir gegn henni skelltu samfélaginu í lás. Frjálshyggjumenn eru þeir einu sem mótmæla. Við hin unum glöð í læstu samfélagi og bíðum skipafrétta í hádegisútvarpinu. 

 


mbl.is Kippt áratugi aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Það eru fleiri en bara frjálshyggjumenn sem eru að mótmæla 

No photo description available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.5.2020 kl. 15:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjartasjúkdómasúlan er svo helmingi hærri en krabbasúlan á grafinu þarna, en hana vantar.

Það má nefna í framhjáhlaupi að 300.000 börn á aldrinum 0-5 ára deyja úr malaríu á ári. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.5.2020 kl. 16:32

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bönnum internetið. Bönnum útlenskan mat og aðrar vörur, nema maðkað mjöl, neftóbak og brennivín. Bönnum bjórinn. Bönnum frjálsa fjölmiðla. Leggjum Flugleiðir niður og sprengjum Keflavíkurflugvöll í loft upp. Höfum svo bara haustskip, hugsanlega vorskip. Stundum.

Frábært!

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2020 kl. 19:06

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nei, hættu nú Páll. Það lifir enginn á fortíðarþránni til lengdar. Við, sem þjóð, tókum því vel að vinna með yfirvöldum að lækka kúrfuna. Nú hefur það tekist og heilbrigðisyfirvöld hafa haft svigrúm til að takast á við það sem að höndum ber. Almenningur hefur lært hvernig hann á að hegða sér og læknar náð að átta sig á pestinni. Við verjum þá sem eru veikir fyrir, þvoum okkur um hendurnar, höldum hæfilegri fjarlægð og notum grímur í fjölmenni(eða alltaf). Fylgst verði með fólki sem kemur til landsins og það sett í skyndipróf. Trúi ekki öðru en hægt sé að splæsa í nokkur "Abbott ID Now" tæki til að flýta fyrir mælingum. Enginn á að setja traust sitt á lyfin sem nú eru í umræðunni, þ.m.t. Remdesivir,  fyrr en áræðanlegar rannsóknir sýna að þau dugi. Bóluefnið er ekki að koma á næstunni en lífið verður að halda áfram. Sýnum bara ábyrgð.

Ragnhildur Kolka, 3.5.2020 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband