Samfélagssáttmáli, frelsi og hlýðni

Samfélagssáttmáli er hugmynd úr upplýsingunni sem kom við sögu í bandarísku byltingunni 1776 og þeirri frönsku síðar á sömu öld. Hugmyndin dúkkar nú upp á Fróni með Víði Reynissyni úr þríeykinu gegn farsóttinni.

Víðir, Þórólfur og Alma, þríeykið, glíma við sama vanda og öll heimsins ríki sem urðu farsóttinni að bráð. Hvernig á að losa um hömlur á daglegu lífi fólks án þess að smit gjósi upp aftur og seinni bylgja kórónuveirunnar skelli á með tilheyrandi dauðsföllum og hruni heilbrigðiskerfa?

Frelsi til athafna undir stjórnvaldi í þágu þegnanna var lykilhugmynd í bandarísku byltingunni. John Locke er aðalhöfundur þessarar útgáfu samfélagssáttmála. Í Frakklandi bar meira útfærslu Rousseau. Yfirvöld eiga að stjórna í þágu þjóðarvilja. Frelsi og hlýðni eru ekki endilega andstæður, en þarna á milli geta orðið átök.

Lítið ber á umræðu um nauðsyn samfélagssáttmála í öðrum vestrænum ríkjum. Hugmyndin vísar í byltingarástand og yfirvöldum er þvert um geð að gefa byltingarorðræðu undir fótinn. Nóg eru samt vandræðin.

Á Íslandi varð aldrei borgaraleg bylting. Sú sem kennd er við Jörund var meira brandari en bylting. Af því leiðir er hugmyndin um samfélagssáttmála ekki galin þegar hömlum verður aflétt. Þó væri ráð að klæða hugmyndina í íslenskan búning. Til dæmis svona:

Samfélagssáttmáli um tillitssemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Maður skal hafa varan á þegar menn tala um að vinna góðverk fyrir mannkynið.

Ragnhildur Kolka, 27.4.2020 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband