Þriðjudagur, 21. apríl 2020
Berin eru súr, segja fjölmiðlarefirnir
Samkvæmt umfjöllun Blaðamanna án landamæra um Ísland skýrist lækkun landsins undanfarin ár á listanum af súrnandi samskiptum stjórnmálamanna og blaðamanna.
Ofanritað er tilvitnun sem á að útskýra hvers vegna Ísland er í 15. sæti yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum.
Hér getur hvaða auli sem er stofnað fjölmiðil og sagt og skrifað hvað hann vill. Ef það er ekki frelsi þá er frelsi ekki til.
,,Súrnandi" samskipti milli blaðamanna, sem flestir eru ómenntaðir í faginu og láta sig dreyma um feita stöðu almannatengils, og stjórnmálamanna hljómar eins og póstmódernískur brandari sem slengt er fram í von um lófaklapp.
Ísland í 15. sæti yfir fjölmiðlafrelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar maður les þessa grein, kemur í ljós að ekki er hægt að segja að um fjölmiðlafrelsi sé að ræða. Holland, sem dæmi ... hvað hefur "cyber-threats" að gera með fjölmiðlafrelsi. Einver gikkur (eins og ég), skrifar til höfundar greina og segi þeim að þeir séu bara með steypu.
Þessir aular eru að falast eftir því að fá "frelsi" frá því að þurfa að standa til svars fyrir bullið sem þeir láta út úr sér.
Örn Einar Hansen, 21.4.2020 kl. 15:25
Ritstjórn moggabloggsins sá ástæðu til að loka fyrir mitt TJÁNINGARFRELSI
með því að loka mínu bloggi
sem að innihélt margra ára fræðastarf á 2 bloggsíðum.
af því að ég gekk ekki í takt við ritstjórnarstefnu blaðsins.
Er ásetandið ekki bara orðið eins og í kína?
Jón Þórhallsson, 21.4.2020 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.