Mánudagur, 20. apríl 2020
Glóbalistar féllu á eigin bragði
Kórónuveiran, farsóttin sjálf og efnahagskreppan, er máluð sem skrattinn á vegginn af alþjóðasinnum til að hræða almenning til liðs við hugmyndina um alþjóðlegt yfirvald.
Reynslan kennir aftur að staðbundið vald ræður best við farsóttina. Traust er forsenda lögmæts yfirvalds sem fólk virðir og hlýðir.
Alræmdur íslenskur glóbalisti og fyrrum varaþingmaður Samfylkingar ákallar Bandaríkin að taka alþjóðlega forystu. Það er af sem áður var að Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar voru framtíðarríkið. Nú eru það Bandaríki Donalds Trump sem eiga að bjarga heiminum.
En, óvart, heimurinn hefur það ágætt þegar hver hyggur að sínu og gerir sér þjóðarheimili í takt við aðstæður og menningu.
Athugasemdir
Glópur sem þessi glóbalisti er. En það er einmitt þess vegna sem þeir ákalla alltaf aðra til að bjarga sér. Þeir hafa ekkert sjálfsálit-treysta sér ekki i verkin sem þarf að vinna.
Ragnhildur Kolka, 20.4.2020 kl. 09:16
Glóbalaistar bera enga ábyrgð. Þeir þiggja fríar þotuferðir, mat, risnu, lúxus hótel til þess eins að hanga með öðru fólki í útlöndum og skemmta sér. Þess á milli greiða þeir atkvæði um að leysa öll heimsins vandamál á næstu árum með enn fleiri ráðstefnum.
Markmiðin eru í órafjarlægð frá venjulegu fólki sem er uppteknara við að setja sér persónuleg markmið.
Glópalistar setja sér heimsmarkmið sem aðrir þurfa að standa við.
Það hefur sýnt sig að betra er að setja sér einföld markmið sem hægt er að standa við.
Í þessum dúr. Það allra besta er að markmiðin kosta skattgreiðendur ekki krónu.
Benedikt Halldórsson, 20.4.2020 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.