Um 15 þús. útlendingar í íslenskri ferðaþjónustu

Í skýrslu KPMG segir að árið 2008 hafi launþegar í ferðaþjónustu verið um 15 þúsund. Árið 2020 voru launþegarnir 32 þúsund.

Útlendingar eru líklega um helmingur launþega í ferðaþjónustunni. Á Keflavíkurflugvelli er varla töluð íslenska seinni árin, sama gildir um fjölmörg fyrirtæki í atvinnugreininni. Erlent farandverkafólk var í góðærinu flutt inn í flugvélaförmum að sinna störfum sem Íslendingar vildu ekki.

Sjálfhætt er að flytja útlent vinnuafl til landsins eftir hrun ferðaþjónustunnar.


mbl.is Djúp lægð næstu eitt til tvö árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Er ekki best að taka þann pól í hæðina, að loknu þessum veirufaraldri, að byggja á því að uppbygging þjóðfélagsins sé borin uppi af þeim mannskap sem er til staðar, í stað þess að flytja ávallt inn erlent vinnuafl í útblásnar atvinnugreinar, sem þola eins og dæmin sanna engin högg, án hörmunga.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.4.2020 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband