Fimmtudagur, 16. apríl 2020
Fávitafimma Pírata í stað hálftíma hálfvitanna
Hálftími ætlaður til fyrirspurna þingmanna til ráðherra gengur undir heitinu hálftími hálfvitanna. Í einni fyrirspurn spurði Pírati um óskrifaðar reglur þingsins - og vildi fá þær skrifaðar.
Í dag var á dagskrá þingsins hálftími hálfvitanna. En þá brá svo við að þingmaður, Pírati, eins og er við hæfi, talaði í fimm mínútur um veirukæra þingmenn og bjó óvart til nýjan dagskrárlið: fávitafimmuna.
Það er sparnaður upp á 25 mínútur.
Hirðfíflunum á Austurvelli er ekki alls varnað.
Þingfundi slitið eftir fimm mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir þetta gullkorn Páll. Sparnaður hefur þó varla verið efst í huga Piratans, en þakka skal það sem vel er gert.
Ragnhildur Kolka, 16.4.2020 kl. 16:41
Það er ekki oft sem maður hlær upphátt að lesa blogg.
Benedikt Halldórsson, 16.4.2020 kl. 16:55
Kemur tundum fyrir; hláturinn lengir lífið,þar græddi ég?
Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2020 kl. 17:43
Jón Þór getur ekki hætt að malbika þótt hann sé kominn í þægilega innivinnu með miklu betri laun, sem hann vill alls ekki fá en þiggur. :)
Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2020 kl. 18:31
..Og yfirfíflið móðgaðist og sleit fundi áður en hálftíminn var liðinn. Svo fávitafimman skrifast á Steingrím J.
Það er alltaf betra að botna allar sögur Páll!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.4.2020 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.