Veiran stökkbreytir atvinnulífinu, líkt og hrunið

Ferðaþjónusta á Íslandi varð til eftir hrun. Fyrir hrun var hún árstíðarbundin, ferðamenn komu með farfuglum á vorin en létu lítið á sér kræla yfir skammdegið. Eftir hrun óx ferðaþjónustan veldisvexti sum árin og varð heilsársatvinnugrein.

Vinnuafl var flutt til landsins í tugþúsundavís til að sinna ferðaþjónustu og afleiddum störfum, m.a. í byggingariðnaði.

Kórónuveiran heggur stórt skarð í ferðaþjónustuna í ár og hæpið að hún verði næstu ár jafn veigamikil og tímabilið eftir hrun. Ferðalög milli landa verða háð takmörkunum og flugfargjöld hækka verulega.

Ekki er raunhæft að tala um að sitja af sér farsóttina og gera ráð fyrir óbreyttu atvinnulífi eftir hrun. 

Nær er að tala um aðlögun að gerbreyttu ástandi.


mbl.is „Eiga skilið að fá stuðning frá sam­fé­lag­inu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Reynslan kennir okkur að spá um afleiðingar pláganna.Einmitt þá kemur þessi einstæða þjóð á óvart og náttúran gengur í lið með henni;afhverju ætli það gerist,? Hún er kristin þess vegna erum við ekki á Kúpunni....   

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2020 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband