Mánudagur, 13. apríl 2020
Próf í hjúkrun og blaðamennsku
Allt varð vitlaust á Vestfjörðum og í fjölmiðlum vegna konu sem skráði sig í bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks og var send vestur. Konan mun ekki hafa próf í hjúkrun en var stillt upp í fjölmiðlum sem stórglæpamanni.
RÚV gekk rösklega fram, eins og jafnan þegar æði rennur á Efstaleiti, og flutti dramatísk viðtöl við fólk í nágrenni meints glæpakvendis. Eftir RÚV dönsuðu litlu fjölmiðalimirnir.
Þegar Efstaleitissóttin rénaði splæsti RÚV í yfirlitsfrétt þar sem málsvörn konunnar fékk loksins örlítið rými. Meginboðskapur fréttarinnar var þó að enginn án prófs má komast nálægt sjúklingum.
Blaða- og fréttamenn þurfa ekkert próf og búa til fréttir eins og þeim sýnist. Á fjölmiðlum er ekkert gæðaeftirlit. Blaðamenn vaða á skítum skónum um almannarýmið og drita út ófögnuði sem undir hælinn er lagt að sé annað en ímyndun og skáldskapur eða færsla á félagsmiðli dela út í bæ.
Til að bíta höfuðið af skömminni krefjast fjölmiðlar, með RÚV í fararbroddi, að almenningur borgi blaðamönnum laun til að gera samfélagið ömurlegra.Próflausir, án gæðaeftirlits en með hugarfar aðgerðasinna krefjast fjölmiðlar opinberrar framfærslu.
Hér skýtur skökku við.
Athugasemdir
Þetta er allt saman rétt athugað hjá þér;
það vantar slltaf LEIÐTOGANN/ RÖDDINA
sem að á að færa okka okkur VONINA.
Jón Þórhallsson, 13.4.2020 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.