Fimmtudagur, 9. apríl 2020
Skriftin á veggnum, Kolbrún, og hlýddu Víði
Það er tómt mál að tala um opna gátt inn og úr landinu næstu vikur eða mánuði. Þríeykið setti ekki á samkomubann að gamni sínu.
Eftir 4. maí verður losað um samkomubann en áfram verða takmarkanir.
Kolbrún ferðaráðherra ætti að anda djúpt og verða það ekki á að gefa óhlýðni við Víði undir fótinn vegna þess að ferðaþjónustan möglar.
Farsóttin er lýðheilsumál og ber að taka alvarlega, ekki síst af ráðherrum.
Yrði kynnt með formlegum og viðeigandi hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hljóta allir menn og konur að sjá, sem hafa eitthavað meira en hálm á milli eyrna sinna, að því lengur sem sóttin dregst, kemst allt seinna í fyrra horf.
Þegar stjórnmálamenn fara að gaspra í vitundarleysi sínu um framhald þessa ófögnuðar er vá fyrir dyrum.
Kolbrúnu færi best á því að láta lítið fyrir sér fara næstu dægrin. OP3 keyrði hana út úr allri skynsamlegri umræðu um landið sitt og þegna þess.
Pólitíkusar.: Haldið kjafti í faglegum úrlausnum veiruvandans. Fyrir alla muni ekki gjamma einjverja helvítis þvælu ofan í okkur. Við, sem þið teljið okkur þið, erum ekki þið!
Haldið sem mest kjafti, meðan á þessu stendur. Það er góð pólitík.
Góðar atundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.4.2020 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.