Morð er ekki heimilisofbeldi, heldur morð

Löggan og fjölmiðlar ættu aðeins að róa sig í eftirspurninni eftir heimilisofbeldi, sem byrjaði með yfirlýsingum um að nú ykist ofbeldi á heimilum og síðan skyldi finna tilvikin.

Ríkislögreglustjóri var hálf sorrí á RÚV að kvarta undan því að ekki kæmi nógu margar tilkynningar um ofbeldi á heimilum landsins.

Fyrirsögnin á viðtengdri frétt lýsir brenglun lögreglu og fjölmiðla. Morð er einfaldlega morð, ekki heimilisofbeldi. Með því að segja morð heimilisofbeldi er manndráp sett í sama flokk og löðrungur í hjónaerjum. Aðeins morðingjum er gerður greiði með slíkum samjöfnuði.

Reynið að hemja ykkur þið sem sitjið á skrifstofum og hugsið ljótt um samborgara ykkar. Illar hvatir koma einatt í dulbúningi góðvildar.


mbl.is „Ekkert annað en heimilisofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Kenning um feðraveldið hefur valdið miklum hörmungum. Allar lygar eru skaðlegar. Kenningin skýrir ekkert, enda kolröng. Þá er gripið til áróðurs og veruleikinn lagaður að lygunum. Að sjálfsögðu á "hjálparstarfið" að sanna að rangar kenningar séu réttar. 

Hinn dæmigerði ofbeldismaður er narkisískur, ekki dæmigerður karlmaður. Það er augljóst ef bornar eru saman lýsingar kvenna sem verða fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi og lýsingar geðlækna á narkissisma. 

Benedikt Halldórsson, 7.4.2020 kl. 13:32

2 Smámynd: Hörður Þormar

Auðvitað er morð ofbeldi, það að halda öðru fram er rökvilla.

En heimilisofbeldi þarf ekki að vera morð.

Þó veit maður aldrei hverjar afleiðingar þess verða.

Það má benda á tvo heimilisofbeldismenn sem ekki voru morðingjar, en ofbeldisverk þeirra höfðu skelfilegar afleiðingar.

Annar hét Besarion Jughashvili, hinn hét Alois Hitler. Þeir eru ekki mjög þekktir, en synir þeirra þeim mun þekktari.

Hörður Þormar, 7.4.2020 kl. 16:11

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ríkisstjórnin hvetur narkisíska ofbeldismenn til að leita sér hjálpar!

Narkisískur ofbeldismaðir vill bæði ást og umhyggju. Hann sér eftir ofbeldinu vegna þess að hann vill ekki vera yfirgefinn. Um leið og hann er öruggur hefst það á ný - á meðan sambandið varir. Hann hefur ekki hugmynd um að eitthvað sé að sér og tekur því ekki orð ráðamanna til sín, hann er jú persónuleikatruflaður. Allt er öðrum að kenna. "Konan mín er geðveik" segir hann sannfærandi. Eina leiðin út úr langvarandi ofbeldissambandi er skilnaður, núna, ekki eftir páska. Persónuleikatruflunin er ævilöng. Sá sem býr lengi með slíkum missir geðheilsuna. 

En kenningar femínista eru allsráðandi. Þess vegna eru þessi látalæti að vandinn sé eittvað allt annar en hann er. 

Það mætti alveg eins hvetja blinda til að sjá sólarlagið. 

Benedikt Halldórsson, 7.4.2020 kl. 19:45

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Því miður eru allskonar kenningar í gangi sem eiga að leysa allt böl.

Þegar betur er að gáð eru skýringar femínista á orsökum heimilisofbeldis eins og naglinn i naglasúpunni. 

En þessi látalæti að hægt sé að biðla til góðra kennda þeirra sem beita langvarandi ofbeldi, er aðeins til þess fallið að draga þjáninguna á langinn. 

Benedikt Halldórsson, 7.4.2020 kl. 20:13

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Konur eru líka ofbeldismenn. Risastóri gallinn við sum samtök sem berjast gegn heimilisofbeldi er að ofbeldiskonur notfæra sér "trúgirni" pólitískra "amatöra" sem efast ekki um frásagnir ofbeldiskvennanna vegna þess að sögurnar koma heim og saman við "reynsluheim kvenna". 

Ástandið er vonandi að skána. Ég veit að Drekaslóð kom góðu til leiðar.

Ef ríkisstjórninni er alvara ætti hún að nota tóm hótelin sem skjól fyrir íslensk börn sem þurfa vernd, i samráði við heimilislækna, geðlækna og sálfræðinga. Aðeins besta fagfólkið á að sinna harmleikjum. Það er of mikið í húfi fyrir börnin. Mér finnst viðurstyggilegt að verndum barna gegn heimilisofbeldi og alkóhólisma falli undir baráttuna gegn feðraveldinu, að öfgafemínistar skuli fái að koma að barnaverndarmálum. 

Sjálfstæðisflokkurinn skilur ekki hvernig það er að vera barn alkóhólista. Helgarlokanir ÁTVR voru dásamlegar. Ég man hvað ég hataði heimsendingarþjónustu Steindórs á áfengi. 

Benedikt Halldórsson, 8.4.2020 kl. 06:42

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Leiðrétting. Það var ekki Steindór sem stundaði heimsendingar á áfengi. Það var önnur stöð. 

Benedikt Halldórsson, 8.4.2020 kl. 13:49

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Benedikt.... Borgarbílastöðin ;) 

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2020 kl. 20:55

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir Gunnar :)

Benedikt Halldórsson, 10.4.2020 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband