Samfylkingin leitar að aumingjum, finnur þá í Viðskiptaráði

Efnahagslega verkefnið vegna farsóttarinnar er að milda höggið sem fyrirtæki og launþegar verða fyrir vegna samdráttar í atvinnulífinu. Stærsta einstaka aðgerðin er að ríkið setur um 20 milljarða í rekstur fyrirtækja, til að borga laun.

Samfylkingin, nánast einn flokka, telur ekki nóg að gert og auglýsir eftir aumingjum til að væla aðeins meira en efni standa til. Þetta er sérgrein Samfylkingar, að gera ljótt ástand enn verra.

Viðskiptaráð tók áskorun Samfylkingar, hrein eins og stunginn grís og krafðist gjafa frá ríkissjóði. 

Til að vega upp á móti gjafapeningum til skjólstæðinga sinna, stórfyrirtækja landsins, lagði Viðskiptaráð til að laun opinberra starfsmanna yrðu lækkuð.

Opinberir starfsmenn eru einmitt fjölmennasti kjósendahópur Samfylkingar.

Það verður upplit á forystu Samfylkingar þegar kjósendur flokksins leggja saman tvo og tvo. Og fá út að Samfylkingin er mesti auminginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég trúi því að folk með þokkalega rökhugsun kjósi samfylkinguna. Heldur ekki að fólk Kjósi skápa- esb og öfugmælið sjálfstæðisflokkinn. Það er fátt orðið um fína drætti.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.4.2020 kl. 10:33

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Mér finnst mjög undarlegt að samfylkingin sé búin að átta sig að það þurfi að halda fyrirtækjum gangandi til að þjóðin eigi möguleika á komast út úr þessu rugli.

Kristinn Bjarnason, 1.4.2020 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband