Minni peningar, meira líf

Peningar stjórna lífi okkar að verulegu leyti. Nær allir vilja meira af þeim og fæstum finnst þeir eiga nóg. Deilur og álitamál í samfélaginu snúast að stórum hluta um peninga. 

Nú blasir við að minna verður til af peningum næstu misserin og það gildir yfir alla línuna. 

Þegar minna verður af peningum í lífi okkar verður meira pláss fyrir annað. Það eru ekki nema 24 stundir í sólarhring og æviskeið aðeins tiltekinn stundafjöldi. Á grafarbakkanum eru það ekki peningar sem efstir eru í huga.

Fremur en vangaveltur um fjármál leita aðrar spurningar svara á efsta degi. Til dæmis: Breytti ég rétt í lífinu?

Óígrundað líf er einskins virði, kenndi Sókrates fyrir margt löngu. Peningaleysið gefur okkur tíma til að íhuga vegferðina áður en henni lýkur. Margt verra en það.


mbl.is Hundruð milljarða eru í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband