Viðskiptaráð fær ekki að sulla með opinbert fé

Viðskiptaráð hélt um tíma að það fengi alræðisvöld á Íslandi, vildi rétta fyrirtækjum ókeypis peningum frá ríkinu og ráðskast með opinbera starfsmenn sem halda grunnþjónustu samfélagsins ganga á tímum sóttkvía og samkomubanns.

Viðskiptaráð tapaði þeirri litlu tiltrú sem þessi hugveita stórfyrirtækja þó hafði.

Ríkisvaldið sá í gegnum brellu hugveitunnar, sem var að mála skrattann á vegginn og boða efnahagslegar hörmungar, en fá í staðinn víðtækt umboð til að skipa öðrum að sitja og standa í þágu stórfyrirtækjanna.

Viðskiptaráð er rúið trausti og ráðleggingar hugveitunnar að engu hafðar. Takmörkunum á meðferð fyrirtækja á almannafé verður mótmælt af Viðskiptaráði. En enginn mun hlusta.


mbl.is Fyrirtækjum með brúarlán bannað að greiða út arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vonandi verður þeim meinað að senda fullskrifuð frumvörp inn á alþingi eins og þeir hafa gert frá upphafi.

Þessi vindla og koníaksmaríneraði bubbaklúbbur ætti svo að vera skikkaður til að breyta nafninu svo fólk haldi ekki að þetta sé á vegum hins opinbera. 

Þeir eru undirförulir og ekki alltaf hægt að átta sig á þeim. Svona eins og þegar arðrán er látil líta út fyrir að vera göfugur greiði fyrir fólkið. Afnám matarskattar var eitt. Gert svo verslunarmenn gætu komið sköttunum inn í verðið og í eigin vasa. Það var kokgleypt.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2020 kl. 14:45

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sé nú ekki hvað þetta kemur viðskiptaráði við, en þetta er svosem eins og vanalega ... eitthvert bull

Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2020 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband