Vísindi, veira og samfélag

Vísindi eru það sem vísindamenn segja. Einkenni vísinda er óvissa sem birtist í því að vísindamenn eru ósammála. Vísindi urðu til á tímum Forn-Grikkja þegar menn nenntu ekki lengur að eiga óvissuna undir almættinu. Fyrstu vísindamennirnir voru heimspekingar sem kröfðust mannlegra skýringa á fyrirbrigðum í henni veröld. Ekkert eitt svar er rétt, þótt svörin geti verið misröng.

Kjarni vísinda, þegar helgislepjan er skafin af, er óvissa. Margur heldur að vísindi sé fullvissa. En það er grundvallarmisskilningur. Vísindagrein þar sem allir iðkendur eru sammála er dauður bókstafur, í mesta lagi hugmyndafræði.

Farsóttin sem herjar á heimsbyggðina er ekki vísindalegt álitaefni nema að því leyti að veiran sjálf er til rannsóknar. Kári Stefánsson hóstaði upp vísindagrein á þremur dögum um veiruna. Kann Kári lausnina á farsóttinni? Nei, ekki frekar en nokkur annar vísindamaður. Þeir vísindamenn sem þykjast kunna lausnina eru innbyrðis ósammála. Það er óvissa.

Farsóttin, kórónuveiran sem veldur COVID-19, er staðreynd. Óvissan snýst um viðbrögð við veirunni. 

Sumt er hægt að gera. Til dæmis að reyna sjá til þess að heilbrigðiskerfið kikni ekki undan álaginu. Það er gert með sóttvörnum sem tefja framgang smitsins.

Annað er ekki hægt að gera. Það er ekki hægt að loka landinu og bíða af sér farsóttina. Svarti dauði geisaði í Evrópu um miðja 14. öld en kom hingað í byrjun 15. aldar þegar hún var að mestu gengin um garð í Evrópu.

Í Noregi, líkt og á öðrum byggðum bólum, eru sérvitringar sem leggja til lokun landa á meðan fárið geisar í útlöndum annars vegar og hins vegar á meðan beðið er eftir móteitri. Í lok umfjöllunar dagblaðsins Verdens Gang um álitamálið segir: ,,Ef við bíðum eftir mótefni er ekki víst að við eigum neitt samfélag lengur þegar bólusetning býðst." 

Þeir sem krefjast fullvissu á óvissutímum ættu að leita sér sáluhjálpar í kirkjum. Þær standa hvort eð er auðar. Vísindin veita enga fullvissu. Sérgrein þeirra er óvissan. Besta ráðið við farsóttinni er heilbrigð skynsemi. Stundum sóttvarnir, sjáum til þess að veiran ríði ekki sjúkrahúsum á slig og tileinkum okkur æðruleysi.

Við deyjum öll, - við vitum bara ekki hvenær.

 

 


mbl.is Vill kalla sóttvarnaráð saman til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Amen

Benedikt Halldórsson, 28.3.2020 kl. 11:28

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar meira SÝNINA Á ÞAÐ SEM  Á AÐ VERA ÆÐST HÉR Á LANDI / Á HEIMSVÍSU

HVAR ER HEIMAREITUR HVÍTA KÓNGSINS Á SKÁKBORÐI RAUNVERULEIKANS?

(Þá er ekki endilega átt við eitthvert kóngafólk í royal fjölskyldum

sem að fæðist inn í slíkar fjölskyldur,

heldur þann sem að á að vera kominn lengt í ANDLEGRI VISKU).

Jón Þórhallsson, 28.3.2020 kl. 16:07

3 Smámynd: Hörður Þormar

Það er ekki allt vísindi þó að vísindamenn segi það. Þeir geta "bullað eins og þú og ég".

Vísindi eru afurðir rannsókna, rökstuddar með þeim. Það mun almennt vera viðurkennt að engar vísindalegar kenningar séu sannanlegar, hvorki afstæðiskenningar Einsteins né þróunarkenning Darwins svo að dæmi séu tekin. En þær eru svo vel studdar með rannsóknum að þær eru teknar algildar. Hins vegar gætu niðurstöður einnar rannsóknar fellt þær úr gildi. Enn þá hafa slíkar niðurstöður ekki fengist.

Frægir vísindamenn eru oft mjög virtir og margir treysta öllu því sem þeir segja sem heilögum sannleika, jafnvel þótt þeir hafi ekki meira vit á því heldur en sauðsvartur almenningur.

Hörður Þormar, 28.3.2020 kl. 18:34

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Gódur pistill. Sammála í öllum atridum.

Örn Einar Hansen, 28.3.2020 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband