Laugardagur, 28. mars 2020
Leggjum niður óþörf fyrirtæki, forstjóralaun lækki
Skattfé almennings er notað til að halda uppi fyrirtækjum sem hafa ekki rekstargrundvöll. Forstjórar gjaldþrota fyrirtækja eru á borgaralaunum frá ríkinu.
Það er vitanlega ekki heil brú í þeirri stefnu að nota skattfé almennings til að afætur samfélagsins haldi starfsemi óbreyttri þegar engin eftirspurn er fyrir hendi. Fyrir almenning er sérstaklega móðgandi að forstjórar með hendur í skauti fái borgaralaun. Það er ekki eins og forstjórar séu okkar minnstu og veikustu meðbræður og systur. Er næsta skrefið að borga stjórnum ónýta fyrirtækja öryrkjabætur?
Afætur samfélagsins rotta sig saman í Viðskiptaráði og heimta fórnir frá almenningi til að þær lifi áfram í vellystingum praktuglega.
Fólk í fremstu víglínu verði undanskilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir höggið sem veiran veitti voru allir sem lamaðir, ríkisstjórnin líka. Hún þarf þó að endurskoða daglega fyrri ákvarðanir eins og þríeykið og breyta þeim jafnóðum ef þær ganga gegn almannavilja og samstöðunni. Andinn er einfaldur, allir hjálpast að og engin notfærir sér ástandið til að skara eld að eigin köku. Allir verða að færa fórnir. Um það eru allir sammála. Stjórnvöld gefa en þau geta líka tekið til baka fyrri "gjafir" ef þær reynast ranglátar. Ef ráðherrar vita ekki sitt rjúkandi ráð er gott að fara út á meðal venjulegs fólks og spyrja það ráða, finna púlsinn. Það er engin skömm að því.
Þríeykið má heldur ekki láta einstaka lækna sem eru undir hysterískum þrýstingi breyta um stefnu sem hefur reynst vel.
Benedikt Halldórsson, 28.3.2020 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.