Viðskiptaráð er óvinur samfélagins

Viðskiptaráð harmar að opinberir starfsmenn fái ekki á sig  kjaraskerðingu vegna kórónuveirunnar. Viðskiptaráð er félagsskapur stærstu fyrirtækja landsins sem fá um 20 milljarða króna gefins frá ríkinu til að borga laun.

Farsóttin leiðir til umframvinnu hjá fjölmennum starfshópum ríkis og sveitarfélaga. Um heilbrigðisstarfsfólk þarf ekki að ræða, jafnvel Viðskiptaráð hlýtur að sjá það. En leik- og grunnskólakennarar eru í framlínunni, útsettir fyrir smit frá heimilum og búa við manneklu vegna sóttkvía og einangrunar. Framhaldsskólakennarar urðu á einni helgi að stokka upp kennsluáætlanir og læra á fjarfundabúnað og skipuleggja rafræn samskipti við nemendur.

Ef eitthvað er ættu opinberir starfsmenn að fá álagsgreiðslur fyrir að leggja á sig meiri vinnu við að halda grunnþjónustu samfélagsins gangandi.

Í Viðskiptaráði er kannski áferðafallegt fólk, - en það er ljótt að innan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú skal ég ekki segja hvort það sé hlutverk Viðskiptaráðs að gefa slík ráð, en einkageirinn er að taka skellinn rétt eins og einkageirinn tók skellinn 2008. Við sjáum líka gífurlega fjölgun í opinbera geiranum. Ekki skrítið þótt öll þjóðin vilji vera á ríkis spenanum.

Ragnhildur Kolka, 28.3.2020 kl. 08:34

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Því fer nú fjarri að allir opinberir starfsmenn séu í framlínunni vegna pestarinnar. Ekki blaðafulltrúarnir þrír hjá Seðlabankanum. Ekki starfsmenn persónuverndar, samkeppniseftirlitsins eða ótal annarra óþarfra stofnana ríkisins þar sem flokksgæðingum er raðað á jötuna. Starfsmannafjöldi hins opinbera hefur aukist gríðarlega og að stórum hluta er þar um að ræða störf sem lítil eða engin þörf er á. Og röksemdirnar fyrir því að stytta beri vinnuvikuna vegna þess að þetta fólk geti komist yfir verkefni sín á kannski helmingi þess tíma sem það fær greitt fyrir eru nú ekki beinlínis vísbending um að hér sé nein ráðdeild á ferðinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2020 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband