Heimsent áfengi og heimsend veira, nei takk

Áfengi er lýðheilsumál. Baráttan við kórónuveiruna er lýðheilsumál. Peningaleg rök veitingamanna fyrir leyfi að selja áfengi með heimsendum mat eru jafn ógild og rökin fyrir því að við ættum ekki að viðhafa neinar varnir gegn kórónuveirunni.

Hugsunin að baki er sú sama: þeir eru svo fáir sem veikjast - og deyja ef til vill. Við sem ekki eru næm á skaðann af áfengi/veiru eigum ekki að sæta ábyrgð vegna þeirra sem fyrirsjáanlega missa heilsuna.

Stjórnvöld sem hlusta á svona hugsun stunda skipulegt skemmdarverk á lýðheilsu.


mbl.is „Gæti reynst sem plástur á svöðusár“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ákaflega einkennileg röksemdafærsla. Hvers vegna ætti fólk frekar að smitast fái það heimsent áfengi með matnum? En þú ert kannski að fara fram á að bannað verði að senda fólki mat heim?

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 14:09

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Dóp er stærra lýðheilsumál.  Skv. Fréttablaðinu í dag er núna skortur á fíkniefnum í landinu - þökk sé ferðabanni hefur innflutningur stöðvast.
Af tvennu illu er áfengið skárra, svo ekki sé nú talað um hvítt og rautt með matnum.

Kolbrún Hilmars, 26.3.2020 kl. 14:29

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit nú ekki hvernig það verður fyrir "lýðheilsuna" þegar hópar af snarvitlausum dópistum sem fá ekki dópið sitt fara að vaða hér um allt að leita að einhverju í nösina. Ætli þeir spritti sig (útvortis) og haldi tveggja metra fjarlægð?

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 14:42

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli forfallnir dópistar fari ekki bara í apotekið og kaupi "kogara".  Undir yfirvarpinu "til sótthreinsunar".  Hlýtur að vera hægt að sniffa hann jafnt og súpa á, allt eftir smekk.  Má líka vera að ÁTVR selji eitthvað samsvarandi að styrkleika.

Kolbrún Hilmars, 26.3.2020 kl. 14:55

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er það gott fyrir "dópara" að Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn skuli segja að vegna skammtíma skorts á kókaíni þá fari þeir bara yfir í amfetamín!! En alltaf er það sama sagan að "rónar" koma óorði á áfengið. 

Sigurður I B Guðmundsson, 26.3.2020 kl. 16:17

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrir börn alkóhólista er heimsendingarþjónusta á áfengi martröð. 

Benedikt Halldórsson, 26.3.2020 kl. 17:58

7 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll karlinn,

Í öllum þesssum áróðri þá drepa þessir heitu drykkir þessa veiru, eða þar sem hún þolir illa heita drykki eins og kaffi og te, nú og sterkt alkahol í prosentum talið er þekkt fyrir að drepa bæði bakteríur og veirur.

"Does alcohol kill germs? Yes, as long as the solution is strong enough"

KV.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.3.2020 kl. 18:21

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Undarlegasta röksemdarfærsla þeirra sem vilja auka aðgengi að áfengi og gefa frjálst að auglýsa það, segi að slíkar ráðstafanir auki ekki sölu á því.

Hvers vegna eru fyrirtæki að nota stórfé af sínum rekstri til að auglýsa sínar vörur?  Jú til að auka sölu!

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2020 kl. 19:23

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er alltaf sama nöldrið.  Svona röfluðu allir áður en bjórinn var leyfður.  Þá varð enginn heimsendir.

Það verður enginn heimsendir þó einhver panti sér öl af internetinu.  Ef þú vilt þa ekki, þá er þér frjálst að panta það ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2020 kl. 21:29

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrirtæki auglýsa fyrst og fremst til að ná markaðshlutdeild frá öðrum fyrirtækjum. Auglýsingar stækka ekki markaði endalaust.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 22:47

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Reynslulausa barnið burt, úr Dómsmálaráðuneytinu.

Góðar stúndir,  með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2020 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband