Alþjóðlegur vandi, staðbundnar lausnir

Bretar boða útgöngubann í 3 vikur, Hollendingar samkomubann fram í júní, Þjóðverjar eru öfundaðir af þýskri skilvirkni í baráttunni við veiruna á meðan Ítölum er vorkennt.

Kórónuveiran er alþjóðlegur vandi en staðbundnar lausnir eru ráðandi. 

Það gildir ekki lengur að alþjóðlegur vandi kalli á alþjóðlegar lausnir. Goðsaga alþjóðasinna er fallin.

Þeir sem tala sama tungumál, búa í eigin menningu og tileinka sér áþekk siðagildi taka ákvarðanir sem eiga við staðbundnar aðstæður. 

Kórónufarsóttin staðfesti sannindi sem alþjóðahyggjan reyndi að fela. Trúnaður og traust eru staðbundnir eiginleikar en ekki markaðsvara sem verður seld og keypt á alþjóðlegum markaði

Það er einmitt trúnaður og traust sem bindur saman íbúa og yfirvöld þjóðríkis.


mbl.is Útgöngubann í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband